Þekking í þágu launafólks

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN

Lestur launaseðla – Vefnám

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í rafrænni útgáfu á námsvefnum.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningu launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins. 

Kennsla fer fram rafrænt á námsvef Learncove á vef Félagsmálaskólans og er hægt að taka hvenær sem er. 

Námskeiðið er opið frá 1. apríl kl. 09:00 til 30. apríl kl. 16:00. 

Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00.

Næst: 01/04/2024

Öryggi á vinnustað – starfsfólk í afgreiðslu-og þjónustu

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum í afgreiðslu og þjónustustörfum.

Oft eru starfsmenn í afgreiðslu og þjónustustörfum berskjaldaðir fyrir viðskiptavinum sem að hækka í spennu.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig má draga úr spennu viðskiptavina í samtölum og komast hjá krefjandi aðstæðum.

Leiðbeinandi er Magnús Ingvi Ingvarsson framkvæmdastjóri hjá Þitt öryggi ehf sem hefur komið að uppsetningu og fræðslu á öryggi starfsfólks á vinnustöðum síðan 2017. 

Námskeiðið fer fram í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom. 

Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom deginum áður en námskeiðið hefst.

Skráningu lýkur 21. apríl kl. 12:00


Næst: 22/04/2024

Handbók trúnaðarmannsins

HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA

EINELTI Á VINNUSTAÐ

VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ?  ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.