Upplýsingar
- Dagsetning: 03/10/2023 – 03/10/2023
- Tími: 09:00 – 12:00
- Staður: Guðrúnartún 1 (Skrifstofur ASÍ)
- Verð: 23900 ISK
Lýsing
Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og umræða.
Erfiðir einstaklingar kosta mikla orku og tíma. Við ergjum okkur á hegðun þeirra og upplifum okkur hjálparvana því það er erfitt að taka á þeim. En það er einmitt ergelsið sem fær okkur til að grípa til aðgerða, samt ekki alltaf bestu aðgerðanna eins og að svara í sömu mynt. Mikilvægt er að átta sig á því, að við höfum alltaf val um nokkrar leiðir þegar við lendum í erfiðum samskiptum. Auðveldast getur verið að gera ekki neitt til skamms tíma og láta vaða yfir okkur – en stundum er gott að taka umræðuna og ákveða að standa á sínu.
Meðal þess sem er farið yfir er hlutverk tilfinninga í krefjandi samskiptum, hjá okkur og öðrum. En ótti og reiði eru oft afleitir ráðgjafar. Einnig er farið yfir ásetning okkar en góður ásetningur er líklegur til að skila okkur miklu meiri árangri en slæmur. Hlutverk samstarfsmanna er einnig mikilvægt eins og að sýna stuðning og vera til staðar.
Þátttakendur fá tækifæri á að koma með dæmi um hvernig hegðun þeir vilji ræða (órekjanleg dæmi) sem eru síðan rædd í hópnum og af leiðbeinanda.
Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu: Að spegla hegðun; Tilfinningar og krefjandi samskipti; Ásetningur í samskiptum; Virk hlustun og skilningur og samkennd.
Leiðbeinandi er Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.
Námskeiðið er staðnámskeið. Skráningum lýkur 26. september kl. 12.