Upplýsingar

  • Dagsetning: 25/10/2022 – 25/10/2022
  • Tími: 13:00 – 16:00
  • Staður: Bárubúð
  • Verð: 18.700 kr.

Lýsing

FORYSTUFRÆÐSLA

Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapaumhverfi og aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.

Á námskeiðinu er fjallað um hvað felst í nálgun þar sem ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð og hvernig vinnustaðir geta innleitt slíka nálgun.

Umræðuþættir:

Hvað er áfallamiðuð nálgun og hvað felst í henni?

Hvers vegna áfallamiðuð nálgun og hvað felst í henni?

Eðli áfalla og áhrif þeirra?

  • Þroskun taugakerfis okkar
  • Mikilvægi tengsla og félagslegra samskipta

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • hafi grunnþekkingu á áhrfum áfalla og samskipta á heilsu og velferð og átti sig á algengi áunninna áfalla.
  • geti skilið og tekið tillit til þess hversu yfirgripsmikil áhrif áföll geta haft á upplifun, líðan og hegðun fólks.
  • fái í hendurnar verkfæri til að skapa umhverfi og aðstæður þar sem allir eru öruggir og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.

Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og umræðna.

Leiðbeinandi er Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur með áherslu á endurhæfingu eftir áföll, heilsubrest og fíknivanda

ATHUGIÐ: Námskeiðið er kennt í fjar- og staðkennslu á sama tíma.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir