Upplýsingar

  • Dagsetning: 19/10/2023 – 19/10/2023
  • Tími: 09:00 – 11:00
  • Staður: Fjarnámskeið
  • Verð: 8900 ISK

Lýsing

Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), sem Ísland er aðili að, eru samþykktar alþjóðlegar reglur sem varða m.a. réttindi og skyldur á vinnumarkaði, aðbúnað og hollustuhætti. Til þess að samþykktir ILO skuldbindi einstaka aðildarríki að þjóðarrétti þurfa þau að staðfesta samþykktirnar og til að þær öðlist gildi í hverju landi þarf að innleiða þær í viðkomandi landi.

Starfsemi ILO grundvallast á stjórnarskrá stofnunarinnar og skuldbindur hún öll aðildarríki hennar til að hlíta þeim samþykktum sem löndin taka upp, þ.m.t. ákvæði hennar um félagafrelsi og viðurkenningu á rétti til að gera kjarasamninga.

Námskeiðið er í fjarkennslu í Zoom. Skráningu lýkur 13. október kl. 12.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir