Upplýsingar
- Dagsetning: 01/11/2023 – 03/11/2023
- Tími: 09:00 – 15:30
- Staður: Fundarsalur Einingar-Iðju, Skipagötu 14, Akureyri
- Verð:
Lýsing
Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun.
Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga.
Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður. Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.
Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunn atriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna.