Upplýsingar
- Dagsetning: 15/02/2023 – 17/02/2023
- Tími: 09:00 – 15:30
- Staður: Fundarsalur Einingar-Iðju, Skipgötu 14, Akureyri
- Verð:
Lýsing
Kynning á Virk-starfsendurhæfingarsjóðnum og starfi ráðgjafa hans.Kynning á Vinnueftirlitinu-skyldum atvinnurekenda í vinnuvernd og trúnaðarmanna. Farið er í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti. Nemendur kynnast áhrifum skorts á sjálfstrausti og ýmsar birtingamyndir þess. Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á minnkandi sjálfstraust. Megináhersla er á undirbúning framsögu og umræður á vinnustaða- og félagsfundum, fundarsköp og frágang fundagerða. Einnig er fjallað um einkenni og tilgang ýmissa ræðuforma. Lögð er áhersla á að skilgreina helstu einkenni rökræðu, mikilvægi þess að hlusta á skoðanir annarra.