Upplýsingar
- Dagsetning: 02/03/2023 – 02/03/2023
- Tími: 09:00 – 12:00
- Staður: Guðrúnartún 1 og fjarfundur (Zoom)
- Verð: 19800 ISK
Lýsing
FORYSTUFRÆÐSLA
Á námskeiðinu er farið í helstu atriði sem skipta máli við ritun fundargerða og ábyrgð fundarritara.
Tilgangur fundargerða er að skrá kjarnann í umræðum fundar og bókanir, skrá hvaða ákvarðanir eru teknar og hverjir eru ábyrgðaraðilar verkefna. Fundargerðir eru því mikilvægar heimildir um umræður, bókanir og ákvarðanatöku sem fram fer á fundunum.
Form fundargerða getur verið mismunandi eftir aðstæðum og tegund funda, og hversu ítarlegar þær skulu vera. Það er á ábyrgð fundarritara að fundargerð sé skráð.
Markmið námskeiðsins er að fundarritari geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og hvaða atriði þurfa að koma fram í fundargerðum, greina kjarna umræðna og ákvarðanir.
Athugið: Námskeiðið er kennt sem stað- og fjarnámskeið á sama tíma í Zoom.
Leiðbeinandi er Viktor Ómarsson, ráðgjafi og einn eiganda Fylgis ráðgjafaþjónustu og situr í stjórn JCI International.