Upplýsingar

  • Dagsetning: 27/9/2022 – 29/9/2022
  • Tími: 9:00 – 13:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 38.000 kr.

Lýsing

FORYSTUFRÆÐSLA

Námskeiðið er tvö skipti, þriðjudagur 27. sept. og fimmtudagur 29. sept. kl. 9:00 – 13:00 báða dagana.

Í fyrri hlutanum er fjallað um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og hvernig best verði staðið að framkvæmd stjórnarstarfa m.t.t. skilvirkni og gagns fyrir stéttarfélögin. Farið verður í árangursríkt stjórnarsamstarf, ákvarðanatöku, fundarboðun, fundarstjórn, starfsreglur, vanhæfi, siðferði og upplýsingaflæði til stjórnar.

Í seinni hlutanum er fjallað um mikilvægi þess að sinna fjárreiðum stéttarfélaga af ábyrgð og fagmennsku. Lögð er áhersla á ábyrgð stjórna og mikilvægi þess að festa góð vinnubrögð í sessi, s.s. formlegar bókanir í fundargerðum. Þátttakendur fá leiðbeiningar um fjárhagsáætlanir, uppsetningu og lestur ársreikninga, efnahagsreikninga, umsýslu sjóða, samþykkt reikninga, ábyrgð og innri endurskoðun, kynningar á reikningum fyrir félagsmenn og innsýn í reglugerðir sem varða þessi mál.

Leiðbeinendur eru Guðmundur H. Hilmarsson og Bjarni Frímann Karlsson.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir