Jöfn meðferð á vinnumarkaði
Upplýsingar
- Dagsetning: 6/5/2021 – 6/5/2021
- Tími: 9:00 – 12:00
- Staður: undefined
Lýsing
Undanfarin ár hafa átt sér stað talsverð straumhvörf í vinnumarkaðstengdum jafnréttismálum.
Árið 2018 voru loks samþykkt heildarlög um jafna meðferð á vinnumarkaði en lögin eru mikilvæg til að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði en atvinnuþátttaka er talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt.
Meginreglan skv. lögum þessum er að hvers kyns mismunun á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar er óheimil. Lög þessi eru innleiðing á tilskipun ESB 2000/78 og í samræmi við skuldbindingar Íslands skv. EES samningnum skal líta til dóma Evrópudómstólsins við túlkun á reglum sambandsins sem innleiddar eru í landsrétt.
Óhætt er að segja að mikið hafi gerst á þeim vettvangi undanfarna tvo áratugi í fyllingu á almennum ákvæðum tilskipunarinnar. Á þessu námskeiði er þátttakendum veitt heildarsýn á því hvaða atriði koma til skoðunar við mat á meintri ólögmætri mismunun. Jafnframt er farið yfir hagnýtar upplýsingar í tengslum við reglurnar eins og hlutverk kærunefndar jafnréttismála og hvernig hægt sé að skjóta málum sem upp koma þangað.“
Leiðbeinandi er Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.