Upplýsingar
- Dagsetning: 29/11/2023 – 29/11/2023
- Tími: 09:00 – 11:00
- Staður: Guðrúnartún 1 (Skrifstofur ASÍ)
- Verð: 8900 ISK
Lýsing
„Samkvæmt lögum eru kjarasamningar verkalýðsfélaganna skuldbindandi fyrir alla atvinnurekendur, óháð því hvort þeir eru aðilar að þeim í gegnum samtök atvinnurekenda eða ekki og óháð því hvort starfsmenn þeirra eru í verkalýðsfélagi eða ekki. Þetta á við um þau lágmarkskjör sem kjarasamningar tilgreina. Verkföll sem beint er að aðildarfyrirtækjum samtaka atvinnurekenda taka ekki til þessara atvinnurekenda en mjög mikilvægt getur verið að tryggja, að aðgerðir á vinnumarkaði og öll ákvæði hinna ýmsu ákvarðana sem teknar eru af verkalýðsfélögunum og samtökum atvinnurekenda í tengslum við kjarasamninga og gerð þeirra taki til allra atvinnurekenda.
Á námskeiðinu verður fjallað um þá ferla og þær reglur sem gilda hér um.“
Um er að ræða fyrirlestur og umræður þátttakenda.
Skráningum lýkur 23. nóvember kl. 12.