Upplýsingar

  • Dagsetning: 01/10/2023 – 31/10/2023
  • Tími: 09:00 – 16:00
  • Staður: Námskeiðið er rafrænt á námsvefnum
  • Verð: 8900 ISK

Lýsing

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga. Einnig er farið í úreikninga á staðgreiðslu skatta og þeirra iðgjalda í lífeyrissjóði og aðra sjóði sem skylt er að reikna og draga frá launum. Einnig er lög áhersla á mikilvægi varðveislu launaseðla.

Námskeiðið er rafrænt og fer þannig fram að nemendur horfa á upptöku af fyrirlestri um námsefnið og að honum loknum þurfa nemendur að leysa verkefni í formi spurninga sem þeir svara úr fyrirlestrinum. Námsframvinda er sjálfvirk.

Þeir trúnaðarmenn sem hyggjast taka námskeiðið þurfa leyfi frá sínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið eigi það að greiða fyrir setuna. Aðrir geta sótt um styrk úr fræðslusjóði hjá sínu félagi.

Nemendur hafa tímann frá 1. til 31. október til að ljúka námskeiðinu.

Ábyrgðaraðili

Sigurlaug Gröndal