Upplýsingar

  • Dagsetning: 29/3/2022 – 29/3/2022
  • Tími: 9:00 – 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 27.200 kr.

Lýsing

Meðvirkni á vinnustað getur leynst í hinum ýmsu skúmaskotum og þrífst oft ágætlega án þess að starfsfólk eða stjórnendur geri sér grein fyrir því. Meðvirkni er ólíkindatól sem getur tekið á sig fjölmargar birtingamyndir og það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna meðvirknimynstur skapast á vinnustaðnum. 

 

Farið verður yfir hvernig meðvirkni birtist og hvaða áhrif hún hefur á starfsfólk, menningu og árangur vinnustaðarins.

 

Kynntar verða einfaldar en áhrifaríkar aðferðir til að taka á málunum og brjóta upp meðvirknimynstur þar sem þörf er á.

 

Leiðbeinandi er Sigríður Indriðadóttir sérfræðingur hjá SAGA Competence en hún hefur sérhæft sig í því að þjálfa starfsfólk og stjórnendur í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum á vinnustað.

 

 

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir