Upplýsingar

  • Dagsetning: 22/04/2024 – 22/04/2024
  • Tími: 10:00 – 12:00
  • Staður: Fjarnám á vefnum í gegnum Zoom
  • Verð: 15900 ISK

Lýsing

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig má draga úr spennu viðskiptavina í samtölum og komast hjá krefjandi aðstæðum.

Förum yfir áhættumat út frá reynslu og þekkingu til þess að koma í veg fyrir að lenda í erfiðum aðstæðum með viðskiptavinum.

Magnús Ingvi hefur sjálfur starfað á fjölbreyttum vettvöngum, þar sem að öryggi starfsfólks er ógnað reglulega, má þar nefna búsetuúrræði með íbúum með fjölþættan vanda, öryggisgæslur og öryggisvistanir. 

Magnús hefur einnig starfað sem slökkviðiliðs- og sjúkraflutningamaður.

Námskeiðið fer fram í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom. Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom deginum áður en námskeið hefst. 

Skráningu lýkur 21. apríl kl. 12:00

Ábyrgðaraðili

Sigurlaug Gröndal