Upplýsingar
- Dagsetning: 16/05/2023 – 16/05/2023
- Tími: 09:00 – 14:30
- Staður: Fjarkennsla (Zoom)
- Verð: 14500 ISK
Lýsing
Farið er yfir ýmis atriði í samskiptafærni, s.s. að hlusta, gagnrýna, taka við gagnrýni, hrósa og taka við hrósi og hvaða samskiptahefðir hafa myndast á vinnustað. Jákvæði samskipti og afleiðingar slæmra samskipta.
Mismunandi hlutverk og verkaskipting í hópum eru skoðuð, hvaða hlutverk einstaklingar taka eða fá innan hópsins og mikilvægi allra í hópnum.
Fjallað er um grunnatriði samtalstækni, m.a. virka hlustun og hluttekningu.
Erfið samskipti og hvernig þau geta haft áhrif á vinnustaðinn og hvernig er hægt að breyta slíkum samskiptum. og mismunandi tjáskipaleiðir.
Farið er skilgreiningu á einelti, kynferðislegu og kynbundnu áreiti og ofbeldi. Hverjar geta verið orsakir, hvernig það birtist, hverjir bera ábyrgð og afleiðingar og hvernig á að bregðast við slíku. Áhersla er lögð á leiðir til að fyrirbyggja og taka á einelti og fjallað um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, auk þess sem farið er í ákvæði laga og reglugerða um varnir gegn einelti.
Athugið:
- Námskeiðið er ætlað þeim sem eru starfandi trúnaðarmenn.
- Þátttakendur þurfa að fá samþykki þess félags sem þeir eru fulltrúar fyrir.
- Námskeiðið fer fram í Zoom fjarfundakerfi og fá þátttakendur sendan hlekk fyrir námskeiðið.