Upplýsingar

  • Dagsetning: 07/03/2023 – 07/03/2023
  • Tími: 09:00 – 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 13900 ISK

Lýsing

Atvinnuleysissjóður, Fæðingarorlofssjóður og Ábyrgðarsjóður launa eru sjóðir sem mynda mikilvæga afkomutryggingu fyrir launafólk. Sjóðirnir eru hluti af þríhliða samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og stjórnavalda og eru fjármagnaðir með framlögum í gegnum tryggingargjöld sem eru ígildi iðgjalds.

Afkoma launafólks sem er án atvinnu, missir vinnu vegna gjaldþrots atvinnurekanda eða er í fæðingarorlofi er tryggð í gegnum þessa þrjá sjóði. Sjóðirnir eru fjármagnaðir með tryggingagjaldi frá atvinnurekendum. Þeir eru hugsaðir til að tryggja lágmarksafkomu launafólks sem verður fyrir tekjumissi eða launaskerðinga af þessum sökum.

Á námskeiðinu verður fjallað um tilurð og tilgang þessara sjóða, fjármögnun og hvernig þeir tryggja launafólki lágmarksafkomu.

Leiðbeinandi er Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir