Upplýsingar

  • Dagsetning: 14/9/2021 – 14/9/2021
  • Tími: 9:00 – 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 22.000 kr.

Lýsing

Með styttingu vinnuvikunnar og nýju vinnutímafyrirkomulagi hafa komið upp áskoranir um hvernig hægt sé að útfæra styttinguna þannig að hún gangi upp á hverjum vinnustað og án skerðingar á þjónustu.

Nýtt vinnufyrirkomulag byggir á samtali stjórnenda og starfsmanna og gegna trúnaðarmenn og stéttarfélög lykilhlutverki.

Á námskeiðinu er fjallað um hugmyndafræði hönnunarhugsunar (Design thinking) við endurhugsun á fyrirkomulagi vinnunnar. Lögð er áhersla á að hvernig hugmyndafræðin styður við endurskipulagningu vinnutímans, mikilvægi þess að þora að prófa og hvetur til endurskoðunar á því hvernig við vinnum og af hverju við gerum hlutina á ákveðinn hátt og leita nýrra leiða.

Þátttakendur fá eintak af bókinni „STYTTRI“ eftir Dr. Alex S. Pang, framtíðarfræðing.

Leiðbeinandi er Sara Lind Guðbergsdóttir, lögfræðingur og þýðandi bókarinnar. Hún er lögfræðingur hjá KMR/FJR og starfar sem sérfræðingur hjá Ríkiskaupum.

Námskeiðið er áætlað í september, nánari dagsetning auglýst fljótlega.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir