Upplýsingar

  • Dagsetning: 29/03/2023 – 29/03/2023
  • Tími: 09:00 – 14:30
  • Staður: Fjarnámskeið (Zoom)
  • Verð: 14500 ISK

Lýsing

Fjallað er um hugtök sem tengjast þjóðfélagi og samfélagi; fjallað um hugtakið lýðræði og uppbyggingu stjórnskipulags og mikilvægi þess að vera virkur þátttakandi og ábyrgð sem einstaklingur.

Megináhersla er lögð á uppbyggingu vinnumarkaðarins auk skipulags og hlutverka hagsmunasamtaka launafólks og launagreiðenda. Farið er yfir uppbyggingu,skipulag og hlutverk stéttarfélaga og því baklandi sem félögin eru fyrir félagsmenn. Fjallað er um gildi kjarasamninga og ráðningarsamninga og ferli við gerð kjarasamninga.

Farið er yfir helstu tölur sem snerta vinnumarkaðinn s.s. launaþróun, vinnuaflsþörf, mannafjöldaspár og hver er framtíð vinnumarkaðarins.

Athugið:

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru starfandi trúnaðarmenn.

Þátttakendur þurfa að fá samþykki þess félags sem þeir eru fulltrúar fyrir.

Námskeiðið fer fram í Zoom fjarfundakerfi og fá þátttakendur sendan hlekk fyrir námskeiðið.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir