Upplýsingar
- Dagsetning: –
- Tími: –
- Staður: Rafræn fræðsla (upptökur)
- Verð: 14500 ISK
Lýsing
Fjallað er um þjóðfélag, samfélag og ýmis hugtök tengd því. Fjallað er um mikilvægi þess að vera þátttakandi í samfélagi sem byggir á lýðræði og þátttöku almennings. Farið er í skipulag stjórnkerfis á Íslandi.
Einnig er farið í uppbyggingu og hlutverk stéttarfélaga og hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda. Uppbygging vinnumarkaðarins, hverjir eru viðsemjendur, samningaviðræður og gildi kjarasamninga.
Í lokin er farið yfir tölulegar upplýsingar tengdum vinnumarkaðnum, þróun launa, framtíðarspár starfa og mannafjöldaspár.
Markmið fræðslunnar er að þátttakendur:
- Kynnist hugtökum sem tengjast lýðræði og lýðræðislegum rétti einstaklinga, vinnumarkaði, réttindum og skyldum launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði, stéttarfélögum, gildi kjarasamninga og ráðningarsamningum.
- Geri sér grein fyrir áhrifum og ábyrgð sem einstaklingar hafa í lýðræðislegu þjóðfélagi og mikilvægi þátttöku í ákvarðanatöku.
- Verði meðvitaðir um hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður, hvernig stéttarfélög og verkalýðshreyfingin starfar og hvernig kjarasamningar eru uppbyggðir.