Upplýsingar
- Dagsetning: 10/10/2023 – 10/10/2023
- Tími: 09:00 – 12:00
- Staður: Fjarkennsla á vefnum
- Verð: 8900 ISK
Lýsing
Fjallað er um þjóðfélag, samfélag og ýmis hugtök tengd því.
Fjallað er um mikilvægi þess að vera þátttakandi í samfélagi sem byggir á lýðræði og þátttöku almennings. Farið er í skipulag stjórnkerfis á Íslandi.
Einnig er farið í uppbyggingu og hlutverk stéttarfélaga og hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda. Uppbygging vinnumarkaðarins, hverjir eru viðsemjendur, samningaviðræður og gildi kjarasamninga.
Í lokin er farið yfir tölulegar upplýsingar tengdum vinnumarkaðnum, þróun launa, framtíðarspár starfa og mannafjöldaspár.
Nemendur fá sendan hlekk inn á zoom í tölvupósti áður en námskeiðið hefst.