Upplýsingar

  • Dagsetning: 09/04/2024 – 09/04/2024
  • Tími: 10:00 – 12:00
  • Staður: Fjarnám á vefnum í gegnum Zoom
  • Verð: 8900 ISK

Lýsing

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur öðlist innsýn inn í tómlætisreglu vinnuréttarins. 

Reglan er ólögfest og byggir fyrst og fremst á sanngirnissjónarmiðum, sönnunarbyrgði og dómafordæmum. 

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir grundvöll reglunnar og hvernig hún viðkemur ákveðnum þáttum vinnuréttarins, svo sem veikindum, uppsagnarfresti, lágmarkskjörum og sönnunarstöðu aðila. 

Þá verður fjallað um algengi niðurfellinga krafna á grundvelli reglunnar. 

Námsefnið byggist fyrst og fremst á meistaraverkefni kennara, ásamt nýlegum viðbótum úr dómaframkvæmd.

Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom, deginum áður en námskeiðið hefst. 

Ábyrgðaraðili

Sigurlaug Gröndal