Upplýsingar

  • Dagsetning: 01/11/2023 – 30/11/2023
  • Tími: 09:00 – 16:00
  • Staður: Námskeiðið er rafrænt á námsvefnum
  • Verð: 8900 ISK

Lýsing

Megináhersla er lögð á hlutverk og starf trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvaða þekkingu þarf trúnaðarmaður að hafa og hvar getur hann leitað sér upplýsinga um túlkanir á gildandi kjarasamningum og vinnurétti. Einnig hvernig trúnaðarmaður á að meðhöndla umkvartanir samstarfsmanna sinna og vinna úr þeim. 

Námskeiðið er rafrænt og fer þannig fram að nemendur horfa á upptöku af fyrirlestri um námsefnið og að honum loknum þurfa nemendur að leysa verkefni í formi spurninga sem þeir svara úr fyrirlestrinum. Námsframvinda er sjálfvirk.

Þeir trúnaðarmenn sem hyggjast taka námskeiðið þurfa leyfi frá sínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið eigi það að greiða fyrir setuna. Aðrir geta sótt um styrk úr fræðslusjóði hjá sínu félagi.

Ábyrgðaraðili

Sigurlaug Gröndal