Upplýsingar

  • Dagsetning: 28/09/2023 – 28/09/2023
  • Tími: 09:00 – 11:00
  • Staður: Fjarnámskeið
  • Verð: 8900 ISK

Lýsing

Æðsta vald í málefnum ASÍ er hjá þingi sambandsins sem haldið er annað hvert ár. Þar eru mótaðar helstu áherslur í stefnu og starfsemi sambandsins auk þess sem forysta þess er kosin, þ.e. forseti, varaforseti og fulltrúar í miðstjórn.

Milli þinga fer miðstjórn með málefni sambandsins. Formannafundir aðildarfélag innan ASÍ er síðan vettvangur stefnumótunar og samráðs þeirra milli sambandsþinga.

Á þessu örnámskeiði verður fjallað nánar um hlutverk og valdheimildir sambandsþingsins, formannafunda, miðstjórnar, forseta, varaforseta og skrifstofu ASÍ.

Fjallað verður um hvernig:

  •   ákvarðanir eru teknar
  •   viðbrögð mótuð
  •   leyst úr ágreiningsmálum
  •   fylgst með því að aðildarsamtökin ræki skyldur sínar skv. lögum sínum og lögum ASÍ.

Farið verður í kjarasamningsumboð ASÍ og þá aðstoð sem ASÍ veitir aðildarfélögum sínum við undirbúning og gerð kjarasamninga.

Námskeiðið er í fjarkennslu í Zoom. Skráningu lýkur 22. september kl. 12.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir