Upplýsingar

  • Dagsetning: 26/04/2023 – 26/04/2023
  • Tími: 09:00 – 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 13900 ISK

Lýsing

„Union busting“ – eða stéttarfélagsbrot er hugtak sem notað yfir margvíslegar aðgerðir vinnuveitanda sem notaðar eru til að trufla starfsemi eða koma í veg fyrir stofnun stéttarfélaga eða tilraunir til að fjölga félagsmönnum á vinnustöðum.

Vinnulöggjöf og regluverk í kringum vinnumarkaðinn eru mjög mismunandi milli landa um stofnun og starfsemi stéttarfélaga. Á Íslandi er réttur manna til að stofna stéttarfélaga ríkur, en heimild til að stofna stéttarfélög tryggð í Stjórnarskrá Íslands, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 en tilgangur þeirra er að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launamanna.

Auk þess sem finna má ákvæði um stéttarfélög í Mannréttindasáttmála SÞ þó það ákvæði sé ekki lagalega bindandi.

Á Íslandi hefur lengst af ríkt jafnvægi milli stéttarfélaga og vinnuveitanda og gagnkvæm virðing milli þeirra. En er það að breytast með fleiri launamönnum af erlendum uppruna, aukinni hnattvæðingu og flæði verkafólks milli landa? Fær starfsfólk þær upplýsingar sem þarf eða standa vinnuveitendur í vegi fyrir þátttöku einstaklinga í stéttarfélögum? Þekkjast stéttarfélagsbrot á Íslandi?

Erlendis geta aðferðirnar sem notaðar eru, verið hvort sem er löglegar eða ólöglegar og sumar hverjar ofbeldisfullar. 

Leiðbeinandi er Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ.

Athugið: Námskeiðið er kennt sem staðnámskeið og fjarnámskeið á sama tíma.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir