Upplýsingar

  • Dagsetning: 04/05/2023 – 04/05/2023
  • Tími: 09:00 – 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 19600 ISK

Lýsing

FORYSTUFRÆÐSLA

Við lifum tíma þar sem kröfur frá umhverfinu um hraða og afköst eru miklar en líka mikilvægt að átta sig á því að oft er um að ræða kröfur sem við gerum til okkar sjálfra. Það er oft óljós lína á milli þess að vera metnaðarfullur, áhugasamur og ánægður í starfi og einkalífi yfir í neikvæð streitueinkenni. En einkennin eru okkur oft falin og þess vegna hefur það færst í aukana að fólk bregst of seint við þeim.

Á námskeiðinu er farið yfir einkenni streitu, mismunandi viðbrögð einstaklinga við miklu álagi, fyrirbyggjandi aðgerðir og úrlausnir. 

Leiðbeinandi er Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og MA diplóma í sálgæslu

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir