Upplýsingar
- Dagsetning: 01/11/2023 – 30/11/2023
- Tími: 09:00 – 16:00
- Staður: Námskeiðið er rafrænt á námsvefnum
- Verð: 8900 ISK
Lýsing
Megináhersla er lögð á hlutverk Vinneftirlistins og vinnuvernd á vinnustöðum.
Hverjir eiga að sjá um eftirlit á vinnustöðum og hver sé ábyrgðaraðili að launamenn vinni í hollu og öruggu vinnuumhverfi.
Hvað felst í öryggi og hollustuháttum á vinnustað.
Hvert er hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hvernig kosning og val þessara aðila fer fram.
Námskeiðið er rafrænt og fer þannig fram að nemendur horfa á upptöku af fyrirlestri um námsefnið og að honum loknum þurfa nemendur að leysa verkefni í formi spurninga sem þeir svara úr fyrirlestrinum.
Námsframvinda er sjálfvirk.
Þeir trúnaðarmenn sem hyggjast taka námskeiðið þurfa leyfi frá sínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið eigi það að greiða fyrir setuna.
Aðrir geta sótt um styrk úr fræðslusjóði hjá sínu félagi.
Námskeiðið er opið frá 1. til 30. nóvember.