Upplýsingar
- Dagsetning: 12/10/2023 – 12/10/2023
- Tími: 09:00 – 12:00
- Staður:
- Verð: 13800 ISK
Lýsing
Vinnuslys getur haft víðtæk áhrif á fólk og leiða oft á tíðum til tímabundinnar eða langtíma óvinnufærni. Að ýmsu þarf að huga þegar starfsfólk lendir í slysi við eða í tengslum við starf sitt. Tryggja þarf fjárhagslega afkomu í samræmi við rétt starfsfólks samkvæmt reglum vinnu-, vátrygginga- og skaðabótaréttar.
Fjallað verður um vinnuslys í víðtækum skilningi. Farið verðu ítarlega yfir afmörkun vinnuslysahugtaksins, muninn á skaðabótaábyrgð og óhappi, fyrstu viðbrögð aðila eftir slys, tilkynningar, rétt starfsfólks samkvæmt kjarasamningi, slysabætur og hverju þarf almennt að leiða hugann að þegar félagsmenn stéttarfélaga leita aðstoðar.
Vakin er athygli á því að ekki verður fjallað um örorku á námskeiðinu.
Leiðbeinandi er Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, lögræðingur hjá ASÍ.
Námskeiðið er í fjarkennslu í Zoom. Skráningu lýkur 6. október kl. 12.