Upplýsingar
- Dagsetning: 09/10/2024 – 10/10/2024
- Tími: 09:00 – 14:00
- Staður: Staðnám – Ólafsbraut 19, Ólafsvík
- Verð:
Lýsing
Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga.
Einnig er farið í úreikninga á staðgreiðslu skatta og þeirra iðgjalda í lífeyrissjóði og aðra sjóði sem skylt er að reikna og draga frá launum.
Farið er í hugmyndafræði íslenska lífeyrissjóðakerfisins, styrk þess og hvernig það byggir á samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda.
Fjallað er um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins.
Einnig er skoðuð réttindaávinnsla og taka lífeyris.