LEIÐBEINENDUR
Agni Ásgeirsson
Agni Ásgeirsson er forstöðumaður áhættustýringar hjá LSR.
Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir
Bergþóra er starfandi sérfræðingur í fræðslu- og kynningarmálum hjá ASÍ og Félagsmálaskóla Alþýðu. Hún er með menntun á sviði félagsvísinda og kennslufræða.
Bjarni Frímann Karlsson
Bjarni er viðskiptafræðingur frá HÍ, lauk Cand.oecon 1992 og hefur meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá háskólanum í Odense 1998. Bjarni nám einnig íslensku og sagnfræði við HÍ 1970–73.
Bjarni var stundakennari við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ 1992-2005 og lektor í reikningshaldi og endurskoðun við Viðskiptafræðideild HÍ frá 2005. Bjarni hefur kennt lestur og greiningu ársreikninga hjá Endurmenntun Hí frá 2005 auk margvíslegrar annarrar starfsreynslu, m.a. á sviði kennslu og opinberrar stjórnsýslu.
Björg Árnadóttir
Björg Árnadóttir, rithöfundur og fullorðinsfræðari. Björg er eigandi Stílvopnsins – og er auk þess ritlistakennari með M.Ed. í menntunarfræðum skapandi greina. Sjá www.stilvopnid.is.
Eyrún Björk Valsdóttir
Guðmundur Hilmarsson
Guðmundur hefur víðtæka reynslu af verkalýðsmálum.
Hann var formaður Félags bifvélavirkja (síðar Bíliðnafélagið) um alllangt skeið. Þá sat hann í stjórn Lífeyrissjóðs málm-og skipasmiða, síðar Sameinaða lífeyrissjóðsins.
Hann hefur starfað hjá ASÍ síðan 2003.
Guðrún Edda Baldursdóttir
Guðrún Edda starfar sem sérfræðingur í fræðslumálum á skrifstofu ASÍ og Félagsmálaskólanum. Hún hefur lokið M.Ed. prófi í fullorðinsfræðslu (Fræðlustarf með fullorðnum – mannauðsþróun) frá HÍ og hefur kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla.
Halldór Oddson
Halldór er með mag.jur próf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað fyrir ASÍ frá árinu 2012 en þar áður starfaði hann í þrjú ár sem lögmaður hjá RSÍ, MATVÍS og lífeyrissjóðsins Stöfum (nú Birta). Auk þess hefur Halldór sótt bæði hérlendis og erlendis fjölmörg námskeið um málefni vinnumarkaðarins en þó einkum þau er varða vinnurétt.
Hrannar Már Gunnarsson lögmaður
Lögmaður hjá BSRB.
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson er endurskoðandi hjá PWC
Kristján Geir Pétursson
Kristján Geir Pétursson, hdl. lögfræðingur hjá Birtu.
Loftur Ólafsson
Sérfræðingur í eignastýringu hjá Birtu lífeyrissjóði.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og sér um ráðgjöf, fræðslu og almenna upplýsingagjöf um hagfræðileg málefni og málefni vinnumarkaðrins.
Sigríður hefur m.a. lokið námi í stjórnun og opinberri stefnumótun með áherslu á umhverfis- og loftlagsmál auk þess sem hún hefur víðtæka starfsreynslu, en hún hefur starfað sem hagfræðingur hjá ASÍ, sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu og hjá Hagstofunni auk þess sem hún sat á Alþingi í 7 ár.
Sigurður Kári Tryggvason
Sigurður Kári Tryggvason, er með mag.jur frá Háskóla Íslands, LL.M. gráðu frá lagadeild Duke háskóla í Bandaríkjunum og er með réttindi sem héraðsdómslögmaður.
Siguður Kári starfar nú hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en var áður lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum.
Sigurlaug Gröndal
Sigurlaug hefur áratuga reynslu af verkalýðsmálum. Hún hefur starfað sem þjónustufulltrúi stéttarfélags og setið í samninganefndum og samtarfsnefndum. Þá hefur hún einnig komið að þróun námsefnis. Frá árinu 2007 hefur hún haldið utanum trúnaðarmannafræðslu fyrir Félagsmálaskólann, ásamt því að kenna á trúnaðarmannanámskeiðunum.
Sirrý Arnardóttir
Sirrý Arnardóttir er stjórnendaþjálfari, en hún á að baki 30 ára farsælan feril í fjömiðlum, hefur skrifað bækur um samskipti og tjáningu og kennir við Háskólann á Bifröst.
Tómas N. Möller
Tómas N. Möller er yfirlögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Vignir Rafn Gíslason
Vignir Rafn Gíslason er löggiltur endurskoðandi og partner hjá PWC.
Þórey Þórðardóttir
Þórey Þórðardóttir, hrl. er framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða.
Þórir Gunnarsson
Þórir er hagfræðingur á skrifstofu ASÍ