Háskólinn á Bifröst og Alþýðusamband Íslands hafa tekið saman höndum og bjóða nú upp á, Verkalýðsskólann, þriggja daga námskeið sem haldið verður á Bifröst dagana 2.-4. september 2022.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á framsögn og örugga tjáningu, sögu verkalýðshreyfingarinnar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, kjarasamninga, fundarstjórn og samningatækni. 

Þátttakendur njóta samveru í umhverfi Bifrastar, en boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir á svæðinu og sameiginlega matartíma á Hótel Bifröst. Hægt er að bóka sig á námskeiðið með eða án gistingar og veitinga.

Námskeiðið hefst kl. 10 á föstudagsmorgni og því lýkur seinnipart á sunnudegi.

Allar nánari upplýsingar má fá hér