Þekking í þágu launafólks
NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN
Fylgstu með – ný námskeið bætast við reglulega!
Sjálfsefling – 13:00-16:00
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.
Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.
Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarnámi. Skráningu lýkur 28. apríl kl. 12:00.
Uppsagnir og uppsagnarfrestur – vefnám
Námskeiðið er vefnám sem hægt er að taka hvenær sem hentar.
Á námskeiðinu er farið í form uppsagna. Hvenær má segja upp og hvenær ekki.
Ritun uppsagnarbréfs og afhending ásamt lengd uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningum.
Skráningu lýkur 30. apríl kl. 12:00.
Túlkun talna og hagfræði
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinnar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök.
Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt.
Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga.
Skráningu lýkur 5. maí kl. 12:00
Handbók trúnaðarmannsins
HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA
EINELTI Á VINNUSTAÐ
VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ? ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?
FÉLAGSMÁLASKÓLINN
Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.