Námskeið framundan
Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn
Vefnámskeið
Fjallað er um muninn á samfélagi og þjóðfélagi, - þátttöku okkar og hvernig við getum haft áhrif. Fjallað er um lýðræði og mikilvægi þess að taka þátt til að hafa áhrif.
Einnig er farið yfir uppbyggingu og helstu verkefni stéttarfélaga og hagsmunasamtaka þeirra. Farið í uppbyggingu vinnumarkaðarins og hverjir eru viðsemjendur; gildi og ferli við gerð kjarasamninga.
Fjallað um íslenskan vinnumarkað í tölum og framtíðarþróun starfa og hvaða breytingar eru framundan.
Uppsagnir og uppsagnarfrestur
Vefnámskeið
Námskeiðið er vefnám sem hægt er að taka hvenær sem hentar.
Á námskeiðinu er farið í form uppsagna. Hvenær má segja upp og hvenær ekki. Ritun uppsagnar bréfs og afhending ásamt lengd uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningum.
Skráningu lýkur 30. september.
Lestur launaseðla
Vefnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í rafrænni útgáfu á námsvefnum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningu launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins.
Skráningu lýkur 30. september.
Sameyki 2. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 2. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna.
Skráningu lýkur 26. september kl. 16:00.
Verkalýðsfélag Akraness 4. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 4. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig þau eru notuð við gerð kjarasamninga.
Að takast á við erfiða einstaklinga
Staðnámskeið
Erfiðir einstaklingar kosta mikla orku og tíma. Við ergjum okkur á hegðun þeirra og upplifum okkur hjálparvana því það er erfitt að taka á þeim.
Í fyrirlestrinum, sem einnig eru umræður verður farið yfir hvernig hægt er að takast á við erfiða einstaklinga og krefjandi samskipti.
Afl 2. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 2. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna.
Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og launaútreikningum ásamt kynningu á almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu.
2F Fagfélögin Stórhöfða – 3. hluti
Trúnaðarmannanám 3. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga.
Framkvæmd staðgreiðslu skatta og iðgjalda.
Einnig kynnast nemendur almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu, uppbyggingu þess og mikilvægi þessara trygginga.
Félögin við Eyjafjörð 2. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 2. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna.
Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og launaútreikningum ásamt kynningu á almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu.
Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn
Fjarnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu.
Megináhersla er lögð á uppbyggingu vinnumarkaðarins auk skipulags og hlutverka hagsmunasamtaka launafólks og launagreiðenda. Farið er í uppbyggingu stéttarfélaga, kjarasamningagerð og réttindagæslu og því baklandi sem félögin eru félagsmönnum sínum. Lýðræði er skoðað frá mismunandi sjónarhonrum og farið í mikilvægi þess og réttindi og skyldur okkar í lýðræðislegu samfélagi.
Kennsla fer fram í gegnum Zoom í fjarkennslu.
Skráningu lýkur 6. október kl. 16:00.
BSRB 1. hluti – Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða
Fjarnámskeið.
Trúnaðarmannanám - hluti af 1. hluta samkvæmt gildandi námsskrá.
Farið er í hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum.
Lögð er áhersla á meðferð umkvartana og úrvinnslu á þeim.
Skráningu lýkur 5. október kl. 16:00.
Báran 5. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 5. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu verður kynning á Vinnueftirlitinu og mikilvægi vinnuverndar og starfsemi Virk-starfsendurhæfingarsjóðs. Á námskeiðinu verður meðal annars farið í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraustið.
Vinnuslys; réttindi og skyldur starfsfólks og atvinnurekenda
Fjarnámskeið
Vinnuslys geta haft víðtæk áhrif á fólk og leiða oft á tíðum til tímabundinnar eða langtíma óvinnufærni.
Hlíf 3. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 3. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga. Einnig kynnast nemendur almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu.
Sjálfsefling-Fjarkennsla
Fjarnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.
Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.
Kennsla fer fram í gegnum Zoom í fjarkennslu.
Skráningu lýkur 16. október kl. 12:00.
Samiðn 3. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 3. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Farið er í grunntölur launa og útreikinga á launaliðum.
Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu til að yfirfara þá.
Nemendur kynnast almannatryggingarkerfinu og uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins.
BSRB – 2. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 2. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna.
Skráningu lýkur 24. október kl. 16:00.
Vinnustaðafundir
Vefnámskeið
Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og er til fræðslu um skipulag og framkvæmd vinnustaðafunda.
Námskeiðið er gjaldfrítt.
Skráning stendur til 31. október 2023.
Félögin við Eyjafjörð 3. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 3. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hægt er að nýta þau í kjarasamningagerð ásamt grunn atriðum samningatækni.
Veikinda-og slysaréttur
Vefnámskeið
Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem hentar.
Á námskeiðinu er farið í rétt launafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum. Einnig er farið í ávinnslu og töku og ýmis ákvæði er varða annars vegar veikindarétt og hins vegar slysarétt.
Námskeiðið er opið fyrir trúnaðarmenn allra stéttarfélaga og aðra áhugasama og er opið nemendum frá 1. nóvember til kl. 16:00 31. nóvember.
Skráningu lýkur 30. október.
Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða
Vefnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri rafrænni útgáfu á vefnum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfs trúnaðarmannasins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvert sé hlutverk hans og starfssvið. Farið er í heimild til kosninga og hvernig hún fer fram.
Kennsla fer fram rafrænt á Learncove námsvefnum og er hægt að taka hvenær sem er.
Námskeiðið er opið frá 1. nóvember kl. 09:00 til 30. nóvember kl. 16:00.
Skráningu lýkur 31. október.
Streita, álag og vellíðan í starfi
Staðnámskeið
Hagnýt vinnustofa þar sem fjallað er um ýmis verkfæri sem hjálpa okkur að stýra álagi, lækka streitu og auka vellíðan okkar í lífi og starfi.
Námskeiðið er í formi vinnustofu/umræðna og fræðslu.
Vinnueftirlit-vinnuvernd
Fjarnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.
Lögð er áhersla á lög um nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hvaða skyldur leggja þau á atvinnurekendur. Farið er kosningu öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hlutverk þeirra á vinnustað.
Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarkennslu.
Skráningu lýkur 2. nóvember kl. 12:00.
Sameyki 2. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 2. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna.
Skráningu lýkur 3. nóvember kl. 16:00.
Aldan-Samstaða 3. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 3. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hagfræðin kemur að notum í gerð kjarasamninga. Nemendur kynnast almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu og hversu mikilvæg trygging hún er fyrir alla launamenn.
BSRB 6. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 6. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga og grunnatriði samningagerðar. Einnig er farið í þau helstu atriði sem ber að hafa í huga til að koma máli okkar á framfæri á fundum og öðrum viðburðum.
Skráningu lýkur 26. september kl. 16:00.
Félögin við Eyjafjörð 4. hluti
Staðnámskeið
Trúnaðarmannanám 4. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu verður meðal annars kynning á VIRK - starfsendurhæfingu og á Vinnueftirlitinu. Farið verður í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraust. Nemendur læra hvað ber að hafa í huga til að koma máli sínu á framfæri og vera áheyrilegir.
Gerð kjarasamninga, verkföll og friðarskylda
Fjarnámskeið
Markmið námskeiðsins er þeir félagsmenn stéttarfélaga og starfsmenn sem koma með beinum hætti að gerð og viðræðum um kjarasamninga þekki þær formreglur sem gilda á þessu sviði.
Samskipti á vinnustað
Fjarnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.
Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. Hvernig megi stuðla að góðum samskiptum og skoðaðir eru algengustu þættir sem valda samskiptaörðugleikum á vinnustað.
Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarkennslu.
Skráningu lýkur 16. nóvember kl. 12:00.