Þekking í þágu launafólks

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN

Vinnustaðafundir

Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og er til fræðslu um skipulag og framkvæmd vinnustaðafunda.

Námskeiðið er gjaldfrítt.


Skráningu lýkur að miðnætti 30. desember 2023

Næst: 03/06/2023

Þjóðfélagið og vinnumarkaður – rafræn fræðsla (upptökur) vor 2023

Athugið: Um er að ræða rafræna fræðslu, þ.e. upptökur sem hægt er að hlusta á hvenær sem er. Efnið er aðgengilegt um leið og nemandi hefur skráð sig á námskeiðið.

Fjallað er um muninn á samfélagi og þjóðfélagi, - þátttöku okkar og hvernig við getum haft áhrif. Fjallað er um lýðræði og mikilvægi þess að taka þátt til að hafa áhrif.

Einnig er farið yfir uppbyggingu og helstu verkefni stéttarfélaga og hagsmunasamtaka þeirra. Farið í uppbyggingu vinnumarkaðarins og hverjir eru viðsemjendur; gildi og ferli við gerð kjarasamninga.

Fjallað um íslenskan vinnumarkað í tölum og framtíðarþróun starfa og hvaða breytingar eru framundan.

Næst: 03/06/2023

Handbók trúnaðarmannsins

HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA

EINELTI Á VINNUSTAÐ

VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ?  ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.