ÞEKKING Í ÞÁGU LAUNAFÓLKS

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN

Verkvest - Trúnaðarmannanám 5. hluti

Farið er í hvað hefur áhrif á sjálfstraust okkar bæði til eflingar og sem það dregur úr því. Nemendur læra hvernig bera sig eigi að þegar þeir þurfa að koma máli sínu á framfæri.

Næst: 20/09/2021

Verkvest - Trúnaðarmannanám 5. hluti

Upplýsingar

  • Dagsetning: 20/09/2021 - 21/09/2021
  • Tími: 09:00 - 16:00
  • Staður: Staðnám- Heydalur

Lýsing

Nemendur kynnast þeim þáttum sem hafa hvað helst áhrif að sjálstraust okkar. Hvernig við getum styrkt það og verið vakandi fyrir þeim þáttum sem draga úr því. Nemendur kynnast aðferðum til að vera áheyrilegir þegar þeir þurfa að koma fram á m.a. starfsmannafundum eða félagsfundum. Hvernig náum við áheyrn.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Efling-Trúnaðarmannanám- 2. hluti íslenska

Nemendur kynnast uppbyggingu stéttarfélaga og hlutverki þeirra ásamt heildarsamtökum. Farið er í samskipti stéttarfélags og trúnaðarmanna og hvernig virkja má félagsmenn til þátttöku. Staðnám.

Næst: 21/09/2021

Efling-Trúnaðarmannanám- 2. hluti íslenska

Upplýsingar

  • Dagsetning: 21/09/2021 - 23/09/2021
  • Tími: 09:00 - 15:30
  • Staður: Fræðslusetur Eflingar - Guðrúnartúni 1

Lýsing

Nemendur kynnast uppbyggingu og starfsemi stéttarfélaga og hvaða hlutverki þau gegna. Einnig þeirra heildarsamtaka sem félögin heyra undir. Farið er í samskipti stéttarfélagsins og trúnaðarmanna og hvernig virkja megi félagsmenn til frekari þátttöku í starfi þess. Farið er í grunnvinnurétt, þau lög sem styðja gildandi kjarasamninga ásamt rétti til fæðingarorlofs, atvinnuleysisbóta og ýmissa trygginga. Áhersla er lögð á góð samskipti á vinnustað. Undirstaða þeirra og hvað veldur því að samskipti versna. Nemendur kynnast því hvernig einelti getur þróast á vinnustað, hverjir hvernig bregðast eigi við og hver ber ábyrgð á því að einelti þrífist ekki á vinnustað. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Handbók trúnaðarmannsins

HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA

ALLT UM EINELTI

NÁMSEFNI FÉLAGSMÁLASKÓLANS

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Stytting vinnutímans

Stytting vinnutímans

Núna í september bjóðum við upp á nokkur námskeið um styttingu vinnutímans, enda útfærslur og...

read more

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.