Þekking í þágu launafólks
NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN
Fylgstu með – ný námskeið bætast við reglulega!
Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða – vefnám – íslenska
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.
Farið er í starfsvið trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum, réttindi hans og skyldur.
Námskeiðið er opið fyrir alla trúnaðarmenn stéttarfélaga.
Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem er á tímabilinu 1.-30. september.
Skráningu lýkur 31. ágúst kl. 12:00.
Uppsagnir og uppsagnarfrestur – vefnám
Námskeiðið er vefnám sem hægt er að taka hvenær sem hentar.
Á námskeiðinu er farið í form uppsagna. Hvenær má segja upp og hvenær ekki. Ritun uppsagnar bréfs og afhending ásamt lengd uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningum.
Skráningu lýkur 31. ágúst kl. 12:00.
Vinnustaðafundir – vefnám
Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og er til fræðslu um skipulag og framkvæmd vinnustaðafunda.
Námskeiðið er gjaldfrítt.
Námskeiðið er opið nemendum 1.-30. september 2025
Skráning stendur yfir frá 10. júní kl. 14:00 til 31. ágúst kl. 12:00
Handbók trúnaðarmannsins
HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA
EINELTI Á VINNUSTAÐ
VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ? ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?
FÉLAGSMÁLASKÓLINN
Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.