Námskeið framundan
Um skipulag, hlutverk og meginverkefni ASÍ
Námskeiðið er fjarnám.
Æðsta val í málefnum ASÍ er hjá þingi sambandsins sem haldið er annað hvert ár og helstu áherslur í stefnu og starfsemi mótaðar. Á þinginu er kosið til forystu sambandsins, þ.e. forseti, varaforseti og miðstjórn, sem fer með málefni sambandsins milli þinga.
Á þessu ör-námskeiði verður fjallað um hlutverk og valdheimildir sambandsþingsins, formannafunda, miðstjórnar og annarra stjórnenda og skrifstofu ASÍ.
Uppsagnir og uppsagnarfrestur
Vefnámskeið
Námskeiðið er vefnám sem hægt er að taka hvenær sem hentar.
Á námskeiðinu er farið í form uppsagna. Hvenær má segja upp og hvenær ekki. Ritun uppsagnar bréfs og afhending ásamt lengd uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningum.
Skráningu lýkur 30. september.
Að takast á við erfiða einstaklinga
Staðnámskeið
Erfiðir einstaklingar kosta mikla orku og tíma. Við ergjum okkur á hegðun þeirra og upplifum okkur hjálparvana því það er erfitt að taka á þeim.
Í fyrirlestrinum, sem einnig eru umræður verður farið yfir hvernig hægt er að takast á við erfiða einstaklinga og krefjandi samskipti.
Vinnuslys; réttindi og skyldur starfsfólks og atvinnurekenda
Fjarnámskeið
Vinnuslys geta haft víðtæk áhrif á fólk og leiða oft á tíðum til tímabundinnar eða langtíma óvinnufærni.
Alþjóðavinnumálastofnunin og þær alþjóðareglur sem stofnunin gerir
Fjarnámskeið
Ísland er aðili að Alþjóðavinnumálastofnuninni, en þar eru samþykktar alþjóðlegar reglur sem varða m.a. réttindi og skyldur á vinnumarkaði, aðbúnað og hollustuhætti. En til að þær samþykktir ILO skuldbindi einstaka aðildarríki að þjóðarrétti þurfa þau að staðfesta samþykktirnar og til að þær öðlist gildi í hverju landi þarf að innleiða þær í viðkomandi landi.
Sjálfsefling-Fjarkennsla
Fjarnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.
Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.
Kennsla fer fram í gegnum Zoom í fjarkennslu.
Skráningu lýkur 16. október kl. 12:00.
Leið að fjölmenningarlegu samfélagi
Staðnámskeið
Fjöldi og samsetning íbúa á Íslandi hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Þessi breyting hefur skapað bæði ný tækifæri fyrir íslenska hagkerfið, en á sama tíma oft vandamál eða leitt til ágreinings.
Vinnustaðafundir
Vefnámskeið
Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og er til fræðslu um skipulag og framkvæmd vinnustaðafunda.
Námskeiðið er gjaldfrítt.
Skráning stendur til 31. október 2023.
Vinnueftirlit-vinnuvernd
Vefnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í rafrænni útgáfu á námsvefnum. Lögð er áhersla á lög um nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hvaða skyldur leggja þau á atvinnurekendur. Farið er kosningu öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hlutverk þeirra á vinnustað.
Kennsla fer fram rafrænt á námsvef Learncove á vef Félagsmálaskólans og hægt er að taka hvenær sem.
Skráningu lýkur 31. október.
Streita, álag og vellíðan í starfi
Staðnámskeið
Hagnýt vinnustofa þar sem fjallað er um ýmis verkfæri sem hjálpa okkur að stýra álagi, lækka streitu og auka vellíðan okkar í lífi og starfi.
Námskeiðið er í formi vinnustofu/umræðna og fræðslu.
Samskipti á vinnustað
Fjarnámskeið
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.
Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. Hvernig megi stuðla að góðum samskiptum og skoðaðir eru algengustu þættir sem valda samskiptaörðugleikum á vinnustað.
Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarkennslu.
Skráningu lýkur 16. nóvember kl. 12:00.
Kjarasamningar við atvinnurekendur utan SA
Staðnámskeið
„Samkvæmt lögum eru kjarasamningar verkalýðsfélaganna skuldbindandi fyrir alla atvinnurekendur, óháð því hvort þeir eru aðilar að þeim í gegnum samtök atvinnurekenda eða ekki og óháð því hvort starfsmenn þeirra eru í verkalýðsfélagi eða ekki. Þetta á við um þau lágmarkskjör sem kjarasamningar tilgreina.
Á námskeiðinu verður fjallað um þá ferla og þær reglur sem gilda hér um.“