Námskeið framundan

Framsýn – 5. hluti

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá Trúnaðarmannanámsins.

Í þessum námsþætti er farið í og lögbundna skyldu að kjósa öryggistrúnaðarmann. Hlutverk hans og skyldur. 

Einnig er farið í skyldur almennra starfsmanna í vinnuvernd. 

Farið þá þætti sem hafa áhrif á sjálfstrausts okkar. 

Hvað getur brotið það niður og hvað er uppbyggilegt til að efla það. 

Námskeiðið fer fram í staðnámi. 


Skráningu lýkur 6. mars kl. 16:00


Næst: 07/03/2024

Sjálfsefling – fjarnám

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.

Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarkennslu. Skráningu lýkur 11. mars kl. 12:00. 

Næst: 12/03/2024

Af vettvangi Neytendasamtakanna

Farið er í stutta kynningu á sögu samtakanna og tengingu hennar við verkalýðshreyfinguna. 

Áhersla er lögð á baráttu samtakanna fyrir m.a. betri lánakjörum. 

Einnig er lögð áhersla á neytendarétt – skilarétt, gallaðar vörur, galli í þjónustu. 

Fjallað verður um umhverfið, matur, sóun og merkingar. 

Leiðbeinendur eru: Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Einar Bjarni Einarsson stjórnandi neytendaðstoðar og leygjendaaðstoðar og Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri samtakanna. 

Skráningu lýkur 12. mars kl. 12:00


Næst: 13/03/2024

Eyjafjörður – Lestur launaseðla og launaútreikningar

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningu launaliða 

og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 

Næst: 14/03/2024

Eyjafjörður – Samskipti á vinnustað

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. 

Hvernig megi stuðla að góðum samskiptum og skoðaðir eru algengustu þættir sem valda samskiptaörðugleikum á vinnustað. 

Námskeiðið fer fram í staðnámi.

Næst: 15/03/2024

Almannatryggingar og lífeyrissjóðir

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Á námskeiðinu er farið í uppbyggingu og tilurð almanntryggingakerfisins. 

Einnig er farið yfir hugmyndafræði og styrk íslenska lífeyrissjóðakerfisins. 

Fjallað er um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins. 

Skráningu lýkur 18. mars kl. 12:00

Næst: 19/03/2024

Eyjafjörður – Almannatryggingar og lífeyrissjóðir

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Á námskeiðinu er farið í uppbyggingu og tilurð almanntryggingakerfisins. 

Einnig er farið yfir hugmyndafræði og styrk íslenska lífeyrissjóðakerfisins. 

Fjallað er um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins. 

Kennsla fer fram í fjarnám í gegnum Zoom.


Næst: 22/03/2024

Vinnueftirlit-vinnuvernd

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.

Lögð er áhersla á lög um nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hvaða skyldur leggja þau á atvinnurekendur. Farið er kosningu öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hlutverk þeirra á vinnustað.

Skráningu lýkur 25. mars kl. 12:00. 

Næst: 26/03/2024

Lestur launaseðla – Vefnám

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í rafrænni útgáfu á námsvefnum.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningu launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins. 

Kennsla fer fram rafrænt á námsvef Learncove á vef Félagsmálaskólans og er hægt að taka hvenær sem er. 

Námskeiðið er opið frá 1. apríl kl. 09:00 til 30. apríl kl. 16:00. 

Skráningu lýkur 29. apríl kl. 12:00.

Næst: 01/04/2024

Túlkun talna og hagfræði

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinngar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök. 

Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt. 

Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga. 

Skráningu lýkur 1. apríl kl. 12:00


Næst: 02/04/2024

Aldan -Samstaða Trúnaðarmannám 4. hluti

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.

Lögð er áhersla á lög um nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hvaða skyldur leggja þau á atvinnurekendur. Farið er kosningu öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hlutverk þeirra á vinnustað. 

Næst: 03/04/2024

Eyjafjörður – Vinnuréttur

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hverni íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. 

Farið er í réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði. 

Kennsla fer fram á zoom í fjarkennslu. 

Næst: 05/04/2024

Tómlæti í vinnurétti

Námskeiðið er ætla kjarafulltrúum og starfsmönnum stéttarfélaga.

Tómlæti í vinnurétti – grundvallarsjónarmið reglunnar og greining dómafordæma. 

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur öðlist innsýn inn í tómlætisreglu vinnuréttarins. 

Reglan er ólögfest og byggir fyrst og fremst á sanngirnissjónarmiðum, sönnunarbyrgði og dómafordæmum. 

Námskeiðið fer fram í fjarnámi í gegnum Zoom.

Skráningu lýkur 8. apríl kl. 15:00

Næst: 09/04/2024

BSRB – Samningatækni – Að ná samkomulagi á vinnustað

Námskeiðið er samkvæmt námsskrá Trúnaðarmannanámsins.

Farið er í þau atriði sem hafa ber í huga þegar komast þarf að niðurstöðu í ágreiningi. 

Um hvað snýst deilan, hverjir eiga hlut að máli og hverjir hafa vald til að taka ákvörðun.

Hvernig náum við saman niður á samningsstöðu?

Skráningu lýkur 3. apríl kl. 12:00

Næst: 09/04/2024

Sameyki – Kjarasamningar og starfsemi félagsins

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá Trúnaðarmannanámsins.

Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins og skipulagi.

Einnig kynnast nemendur sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna og túlkun á helstu ákvæðum kjarasamninga.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom.

Skráningu lýkur 9. apríl kl. 12:00

Næst: 10/04/2024

Afl 3. hluti

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá Trúaðarmannanámsins.

Á þessu námskeiði er farið í: Hvernig hagfræði er notuð t.d. við gerð kjarasamninga, hvernig við nýtum hana til að mæla kaupmátt og hvaða áhrif t.d. verðbólga hefur á kaupmátt launa og afkomu heimilanna. 

Einnig farið í þau lög sem heyra undir vinnulöggjöfina, sem er grundvölllur allra kjarasamninga og þau lög sem veita launþegum rétt á íslenskum vinnumarkaði.

Farið hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og þegar ágreiningur kemur upp.

Námskeiðið er kennt í staðnámi.
Næst: 10/04/2024

Eyjafjörður – Vinnueftirlit-vinnuvernd

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá. 

Lögð er áhersla á lög um nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 

Hvaða skyldur leggja þau á atvinnurekendur. Farið er kosningu öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hlutverk þeirra á vinnustað. 

Kennsla fer fram í fjarkennslu á vefnum í gegnum Zoom. 


Næst: 15/04/2024

Lestur launaseðla – Fjarnám

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla og launaútreikninga samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins.

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og iðgjalda. 

Skráningu lýkur 15. apríl kl. 12:00

Næst: 16/04/2024

Báran – Trúnaðarmaðurinn starf hans og staða

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá Trúnaðarmannanámsins.

Í þessum námsþætti er farið í hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum. 

Farið er í réttindi hans til náms, fundarsetu, setu í samninganefndum og uppsagnarvernd.

Einnig er ítarlega farið í hvaða hlutverki hann á að gegna, hvað sé í hans verkahring og hvað ekki.  

Námskeiðið fer fram í staðnámi.


Skráningu lýkur 17. apríl kl. 12:00.

Næst: 18/04/2024

Öryggi á vinnustað – starfsfólk í afgreiðslu-og þjónustu

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum í afgreiðslu og þjónustustörfum.

Oft eru starfsmenn í afgreiðslu og þjónustustörfum berskjaldaðir fyrir viðskiptavinum sem að hækka í spennu.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig má draga úr spennu viðskiptavina í samtölum og komast hjá krefjandi aðstæðum.

Leiðbeinandi er Magnús Ingvi Ingvarsson framkvæmdastjóri hjá Þitt öryggi ehf sem hefur komið að uppsetningu og fræðslu á öryggi starfsfólks á vinnustöðum síðan 2017. 

Námskeiðið fer fram í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom. 

Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom deginum áður en námskeiðið hefst.

Skráningu lýkur 21. apríl kl. 12:00


Næst: 22/04/2024

Samningatækni – fjarnám

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga. 

Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag. 

Skráningu lýkur 22. apríl kl. 12:00

Næst: 23/04/2024

Hvíldartímaákvæði vinnuréttar

Farið er í grunnþætti Vinnutímatilskipunar EES - hvíldartímaákvæðið sem hefur verið bundið í kjarasamninga frá 1996/1997 og síðar í kafla IX í lögum nr. 46 um Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980.

Sérstök áhersla er lögð á samspil vinnutíma og hvíldartíma þegar vinna er skipulögð. 

Einnig þegar hvíld er frestað og hvernig frítökuréttur ávinnst. 

Leiðbeindandi er Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ.

Skráningu lýkur 29. apríl kl. 12:00.

Næst: 30/04/2024

Eyjafjörður – Að koma máli sínu á framfæri

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Í þessum þætti er farið í þau atriði sem hafa ber í huga til að ná áheyrn á fundum, t.d. starfsmannafundum, félagsfundum. 

Nemendur fá góð ráð þegar staðið er í ræðupúlti, bæði hvað varðar framkomu og einnig framsögn. 

Kennt verður í staðnámi. 


Næst: 02/05/2024

Eyjafjörður – Samningatækni

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga. 

Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 


Næst: 03/05/2024

Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.

Á námskeiðinu er meðal annars farið í uppbyggingu vinnumarkaðarins, uppbyggingu stéttarfélaga og starfsemi þeirra ásamt hlutverki heildarsamtaka launafólks og uppbyggingu þeirra. Skoðað er lýðræði frá mismunandi sjónarhornum.

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarkennslu.

Skráningu lýkur 6. maí kl. 12:00.

Næst: 07/05/2024

Báran – Samskipti á vinnustað

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá Trúnaðarmannanámsins í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum. 

Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. 

Hvernig megi stuðla að góðum samskiptum og skoðaðir eru algengustu þættir sem valda samskiptaörðugleikum á vinnustað. 

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarkennslu. 


Skráningu lýkur 15. maí 2024 kl. 12:00. 


Næst: 16/05/2024