Námskeið framundan

STYTTRI – Samtalið um styttri vinnuviku – endurhugsun á fyrirkomulagi vinnutímans!

FORYSTUFRÆÐSLA


Fjallað um hvernig hægt er að takast á við áskoranir og breytingar með nýju vinnutímafyrirkomulagi án þess að skerða þjónustu eða verkefni.

Næst: 14/09/2021

Stytting vinnutímans – nýtt vinnufyrirkomulag starfsfólks í vaktavinnu

Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir 2019-2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma hjá og stytta vinnuvikuna. 

Næst: 23/09/2021

Lífeyrisréttindi – uppbygging og samspil

Fjallað er lífeyrisréttindi í þremur stoðum lífeyriskerfisins, almannatryggingum, skyldubundnum samtryggingarsjóðum og séreign og rætt um muninn á þessum kerfum og samspil þeirra á milli.

Næst: 28/09/2021

Stytting vinnutímans – nýtt vinnufyrirkomulag hjá starfsfólki í iðngreinum

Farið verður í helstu reglur og útfærslur sem gilda um styttingu vinnutíma hjá starfsfólki í iðngreinum.

Næst: 30/09/2021

Samningatækni – með áherslu á samninganefndir stéttarfélaga

Í öllum samningaviðræðum gilda ákveðna leikreglur sem fara þarf eftir, sama hvað samið er um. Hér verður farið í helstu atriði sem þarf að hafa í huga í kjarasamningsviðræðum.

Næst: 07/10/2021

Persónuvernd í lífeyrissjóðum

Fjallað verður um skyldur og áskoranir lífeyrissjóðanna í tengslum við nýlega löggjöf um persónuvernd.

Næst: 19/10/2021

Formlegur undirbúningur kjarasamninga, samningaviðræður og boðun verkfalla

Fjallað verður um hið formlega ferli við gerð kjarasamninga, atkvæðagreiðslu þeirra og um boðun verkfalla. Fjallað er með almennum hætti um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldu og samningsrof. 

Næst: 09/11/2021

Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga

Fjallað er um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og leiðbeint um, hvernig best er staðið að stjórnarstarfi og ábyrgð stjórnarmanna hvað varðar fjárreiðurþ

Næst: 16/11/2021

Áhættustýring og innra eftirlit

Farið verður yfir hverjar eru áhætturnar í starfi lífeyrissjóða og hvernig skuli meta þær.

Næst: 23/11/2021