Námskeið framundan

Vinnustaðafundir

Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og er til fræðslu um skipulag og framkvæmd vinnustaðafunda.

Námskeiðið er gjaldfrítt.


Skráningu lýkur að miðnætti 30. desember 2023

Næst: 03/06/2023

Þjóðfélagið og vinnumarkaður – rafræn fræðsla (upptökur) vor 2023

Athugið: Um er að ræða rafræna fræðslu, þ.e. upptökur sem hægt er að hlusta á hvenær sem er. Efnið er aðgengilegt um leið og nemandi hefur skráð sig á námskeiðið.

Fjallað er um muninn á samfélagi og þjóðfélagi, - þátttöku okkar og hvernig við getum haft áhrif. Fjallað er um lýðræði og mikilvægi þess að taka þátt til að hafa áhrif.

Einnig er farið yfir uppbyggingu og helstu verkefni stéttarfélaga og hagsmunasamtaka þeirra. Farið í uppbyggingu vinnumarkaðarins og hverjir eru viðsemjendur; gildi og ferli við gerð kjarasamninga.

Fjallað um íslenskan vinnumarkað í tölum og framtíðarþróun starfa og hvaða breytingar eru framundan.

Næst: 03/06/2023

Uppsagnir og uppsagnarfrestur

Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem hentar.

Námskeiðið er opið öllum. Skráningu lýkur að miðnætti 30.desember 2023.

Á námskeiðinu er farið í form uppsagna. Hvenær má segja upp og hvenær ekki.

Ritun uppsagnar bréfs og afhending ásamt lengd uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningum.

Næst: 03/06/2023

Veikinda-og slysaréttur

Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem hentar.

Á námskeiðinu er farið í rétt launafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum. Einnig er farið í ávinnslu og töku og ýmis ákvæði er varða annars vegar veikindarétt og hins vegar slysarétt.

Námskeiðið er opið fyrir trúnaðarmenn allra stéttarfélaga og aðra áhugasama. Skráningu lýkur 30. desember 2023.

Næst: 03/06/2023

Verkalýðsfélag Akraness 4. hluti

Trúnaðarmannanám 4. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.


Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig þau eru notuð við gerð kjarasamninga.

Næst: 03/06/2023

2F Fagfélögin Stórhöfða – 3. hluti

Trúnaðarmannanám 3. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga. Framkvæmd staðgreiðslu skatta og iðgjalda.

Einnig kynnast nemendur almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu, uppbyggingu þess og mikilvægi þessara trygginga.

Næst: 03/06/2023

BSRB – 2. hluti

Trúnaðarmannanám 2. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.

Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað.

Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra.

Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því.

Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna.

Skráningu lýkur 24. október kl. 16:00.

Næst: 03/06/2023

Aldan-Samstaða 3. hluti

Trúnaðarmannanám 3. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður.

Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hagfræðin kemur að notum í gerð kjarasamninga.

Nemendur kynnast almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu og hversu mikilvæg trygging hún er fyrir alla launamenn.

Næst: 03/06/2023

Sameyki 2. hluti

Trúnaðarmannanám 2. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.

Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna. 

Skráningu lýkur 26. september kl. 16:00.

Næst: 03/06/2023

BSRB 6. hluti

Trúnaðarmannanám 6. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.


Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni.

Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga og grunnatriði samningagerðar.

Einnig er farið í þau helstu atriði sem ber að hafa í huga til að koma máli okkar á framfæri á fundum og öðrum viðburðum.

Skráningu lýkur 26. september kl. 16:00.

Næst: 03/06/2023

Sameyki 2. hluti

Trúnaðarmannanám 2. hluti samkvæmt gildandi námsskrá.

Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað.

Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna. 

Skráningu lýkur 3. nóvember kl. 16:00.

Næst: 03/06/2023

BSRB 1. hluti – Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

Trúnaðarmannanám - hluti af 1. hluta samkvæmt gildandi námsskrá.

Farið er í hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum.

Lögð er áhersla á meðferð umkvartana og úrvinnslu á þeim.

Skráningu lýkur 15. september kl. 16:00.


Næst: 03/06/2023