Námskeið framundan

Félögin við Eyjafjörð-Trúnaðarmannanám – 1. hluti
Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað.

VSFK-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Farið er í uppbyggingu vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar og starfsemi stéttarfélaga. Farið er í starf trúnaðarmannsins á vinnustað, hlutverk hans og stöðu.

BSRB-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Á námskeiðinu er meðal annars farið ítarlega í hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Einnig er hlutverk trúnaðarmannsins rætt og hvernig hann eigi að vinna með umkvartanir.

Verkvest-Trúnaðarmannanám 6. hluti
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga. Farið er í hugtök hagfræði og hvernig hún er notuð við gerð kjarasamninga.

Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga
Fjallað er um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og leiðbeint um, hvernig best er staðið að stjórnarstarfi og ábyrgð stjórnarmanna hvað varðar fjárreiður.

BSRB-Trúnaðarmannanám 2. hluti
Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti.

Afl-Trúnaðarmannanám 4. hluti
Á námskeiðinu verður meðal annars kynning á VIRK - starfsendurhæfingu og á Vinnueftirlitinu. Farið verður í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraust.

Hlíf-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Farið er í uppbyggingu vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar og starfsemi stéttarfélaga. Farið er í starf trúnaðarmannsins á vinnustað, hlutverk hans og stöðu.

Áfallamiðuð nálgun á vinnustað
Vilt þú geta komið fram á viðeigandi hátt við samstarfsfólk sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu?

Félögin í Eyjafirði -Trúnaðarmannanám 2. hluti
Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og launaútreikningum ásamt kynningu á almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu. Skáningu lýkur 1. mars kl. 12:00.

Sameyki-Trúnaðarmannanám 2. hluti
Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti.
Báran-Trúnaðarmannanám 3. hluti
Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga. Einnig kynnast nemendur almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu.

BSRB-Trúnaðarmannanám 3. hluti A-Almannatryggingar og lífeyissjóðir
Nemendur kynnast almanntryggingakerfinu, uppbyggingu lífeyrissjóðskerfisins og samspil þessara kerfa.

BSRB-Trúnaðarmannanám – 6. hluti
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar og hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála.