Upplýsingar
- Dagsetning: 20/03/2025 – 21/03/2025
- Tími: 09:00 – 15:00
- Staður: Kennsla fer fram í staðnámi í fundarsal félagsins á Húsavík
- Verð:
Lýsing
Megináhersla er lögð á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningatækni og hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála. Lögð er áhersla á markmiðasetningu og veikleika- og styrkleikagreiningar. Einnig mikilvægi samningsumboðs og innri og ytri aðstæður sem geta haft áhrif á samningsstöðu.
Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinnar, hvernig hún tengist daglegu lífi og mikilvægi samkeppni og neytendaverndar á markaði. Kynnt er starf verðlagseftirlit ASÍ og mikilvægi þess. Fjallað er um samband launa og verðlags, verðbólgu og kaupmáttar. Einnig er fjallað er um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga.