Upplýsingar
- Dagsetning: 07/05/2025 – 07/05/2025
- Tími: 09:00 – 11:00
- Staður: Kennsla fer fram í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom.
- Verð: 6500 ISK
Lýsing
Farið er í grunnþætti Vinnutímatilskipunar EES – hvíldartímaákvæðið sem hefur verið bundið í kjarasamninga frá 1996/1997 og síðar í kafla IX í lögum nr. 46 um Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980.Sérstök áhersla er lögð á samspil vinnutíma og hvíldartíma þegar skipulag vinnu er mismunandi á sólarhring og milli vikna, sbr. vaktavinna. Hvers þarf að gæta við skipulag vakta svo hvíldartími sé virtur. Einnig ef hvíld er frestað – hvernig frítökuréttur ávinnst, hvernig töku frítökuréttar skuli hagað og uppgjöri við starfslok. Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom í tölvupósti deginum áður en námskeið hefst.