Upplýsingar

  • Dagsetning: 20/05/2025 – 23/05/2025
  • Tími: 09:00 – 16:00
  • Staður: Bárubúð, Guðrúnartún 1, 105 RVK. Skrifstofur ASÍ.
  • Verð: 247500 ISK

Lýsing

Námskeiðið veitir yfirsýn yfir ábyrgð, skyldur og hlutverk þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða og er ætlað bæði tilvonandi og núverandi stjórnarmönnum í lífeyrissjóðum til undirbúnings fyrir hæfismat hjá fjármálaeftirliti SÍ.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að undirbúa stjórnarmenn í lífeyrissjóðum undir þá þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna sem tekið hefur verið mið af í matinu. 

Farið verður yfir eftirfarandi þætti:

  • Hlutverk stjórnarmanna og starfsemi sjóðanna / Reikningsskil og endurskoðun lífeyrissjóða
  • Fjárfestingastefna og áhættumat
  • Reikningsskil og endurskoðun lífeyrissjóða – framhald
  • Sjálfstæði og viðhorf stjórnarmanna

Leiðbeinendur:

Jón Sigurðsson, löggildir endurskoðandi og eigandi PWC

Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur hjá Birtu lífeyrissjóði

Tómas N. Möller lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna

Vignir Rafn Gíslason, löggildir endurskoðandi og eigandi PWC

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL

ATH

Námskeiðið hefst á þriðjudagsmorgni og lýkur á hádegi á föstudegi.

Ábyrgðaraðili

Bergþóra Guðjónsdóttir