DAGATAL
Félögin við Eyjafjörð-Trúnaðarmannanám - 1. hluti
Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað.
Félögin við Eyjafjörð-Trúnaðarmannanám - 1. hluti
Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað.
Félögin við Eyjafjörð-Trúnaðarmannanám - 1. hluti
Upplýsingar
- Dagsetning: 14/09/2022 - 16/09/2022
- Tími: 09:00 - 15:30
- Staður: Fundarsalur Einingar-Iðju - Skipagötu 14, Akureyri
Lýsing
Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkað. Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna. Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera? Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð. Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim. Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.
VSFK-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Farið er í uppbyggingu vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar og starfsemi stéttarfélaga. Farið er í starf trúnaðarmannsins á vinnustað, hlutverk hans og stöðu.
VSFK-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Farið er í uppbyggingu vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar og starfsemi stéttarfélaga. Farið er í starf trúnaðarmannsins á vinnustað, hlutverk hans og stöðu.
VSFK-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Upplýsingar
- Dagsetning: 19/09/2022 - 20/09/2022
- Tími: 09:00 - 15:30
- Staður: Fundarsalur VFSK, Krossmóum 4a, Reykjnesbæ
Lýsing
Megináhersla er lögð á uppbyggingu vinnumarkaðarins auk skipulags og hlutverka hagsmunasamtaka launafólks og laungreiðenda. Farið er í uppbyggingu stéttarfélaga, kjarasamningagerð, ráðningarsamninga, réttindagæslu og því baklandi sem félögin eru félagsmönnum. Jafnframt er farið yfir réttindi félagsmanna í sjóðum stéttarfélaganna, svo sem sjúkrasjóðum, vinnudeilusjóðum, starfsmenntasjóðum og orlofssjóðum. Megináhersla er lögð á störf trúnaðarmanna stéttarfélaga og rétt þeirra til trúnaðarmannsstarfa samkvæmt lögum og kjarasamningum. Lög er áhersla hvernig tekið er á móti umkvörtunum og hvernig er unnið skipulega til að leysa úr þeim. Áhersla er lög á að nemendur geti tileinkað sér aðgerðir sem leiða til samheldni og sátta um niðurstöðu. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, myndböndum og verkefnum.
BSRB-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Á námskeiðinu er meðal annars farið ítarlega í hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Einnig er hlutverk trúnaðarmannsins rætt og hvernig hann eigi að vinna með umkvartanir.
BSRB-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Á námskeiðinu er meðal annars farið ítarlega í hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Einnig er hlutverk trúnaðarmannsins rætt og hvernig hann eigi að vinna með umkvartanir.
BSRB-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Upplýsingar
- Dagsetning: 21/09/2022 - 22/09/2022
- Tími: 09:00 - 14:30
- Staður: Fjarkennsla
Lýsing
Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna. Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera? Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð. Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim. Skráningu lýkur 14. september kl. 16:00.
Verkvest-Trúnaðarmannanám 6. hluti
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga. Farið er í hugtök hagfræði og hvernig hún er notuð við gerð kjarasamninga.
Verkvest-Trúnaðarmannanám 6. hluti
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga. Farið er í hugtök hagfræði og hvernig hún er notuð við gerð kjarasamninga.
Verkvest-Trúnaðarmannanám 6. hluti
Upplýsingar
- Dagsetning: 26/09/2022 - 27/09/2022
- Tími: 09:30 - 16:00
- Staður: Heydal við Mjóafjörð
Lýsing
Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun. Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga. Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna. Skráningu lýkur 16. apríl kl. 16:00.
Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga
Fjallað er um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og leiðbeint um, hvernig best er staðið að stjórnarstarfi og ábyrgð stjórnarmanna hvað varðar fjárreiður.
Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga
Fjallað er um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og leiðbeint um, hvernig best er staðið að stjórnarstarfi og ábyrgð stjórnarmanna hvað varðar fjárreiður.
Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga
Upplýsingar
- Dagsetning: 27/09/2022 - 29/09/2022
- Tími: 09:00 - 13:00
- Staður: Guðrúnartún 1
- Verð: 38.000 kr.
Lýsing
FORYSTUFRÆÐSLA
Námskeiðið er tvö skipti, þriðjudagur 27. sept. og fimmtudagur 29. sept. kl. 9:00 - 13:00 báða dagana.
Í fyrri hlutanum er fjallað um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og hvernig best verði staðið að framkvæmd stjórnarstarfa m.t.t. skilvirkni og gagns fyrir stéttarfélögin. Farið verður í árangursríkt stjórnarsamstarf, ákvarðanatöku, fundarboðun, fundarstjórn, starfsreglur, vanhæfi, siðferði og upplýsingaflæði til stjórnar.
Í seinni hlutanum er fjallað um mikilvægi þess að sinna fjárreiðum stéttarfélaga af ábyrgð og fagmennsku. Lögð er áhersla á ábyrgð stjórna og mikilvægi þess að festa góð vinnubrögð í sessi, s.s. formlegar bókanir í fundargerðum. Þátttakendur fá leiðbeiningar um fjárhagsáætlanir, uppsetningu og lestur ársreikninga, efnahagsreikninga, umsýslu sjóða, samþykkt reikninga, ábyrgð og innri endurskoðun, kynningar á reikningum fyrir félagsmenn og innsýn í reglugerðir sem varða þessi mál.
Leiðbeinendur eru Guðmundur H. Hilmarsson og Bjarni Frímann Karlsson.