DAGATAL

STYTTRI - Samtalið um styttri vinnuviku – endurhugsun á fyrirkomulagi vinnutímans!

FORYSTUFRÆÐSLA

Fjallað um hvernig hægt er að takast á við áskoranir og breytingar með nýju vinnutímafyrirkomulagi án þess að skerða þjónustu eða verkefni.

Næst: 14/09/2021

STYTTRI - Samtalið um styttri vinnuviku – endurhugsun á fyrirkomulagi vinnutímans!

Upplýsingar

 • Dagsetning: 14/09/2021 - 14/09/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: Guðrúnartún 1
 • Verð: 22.000 kr.

Lýsing

Með styttingu vinnuvikunnar og nýju vinnutímafyrirkomulagi hafa komið upp áskoranir um hvernig hægt sé að útfæra styttinguna þannig að hún gangi upp á hverjum vinnustað og án skerðingar á þjónustu.

Nýtt vinnufyrirkomulag byggir á samtali stjórnenda og starfsmanna og gegna trúnaðarmenn og stéttarfélög lykilhlutverki.

Á námskeiðinu er fjallað um hugmyndafræði hönnunarhugsunar (Design thinking) við endurhugsun á fyrirkomulagi vinnunnar. Lögð er áhersla á að hvernig hugmyndafræðin styður við endurskipulagningu vinnutímans, mikilvægi þess að þora að prófa og hvetur til endurskoðunar á því hvernig við vinnum og af hverju við gerum hlutina á ákveðinn hátt og leita nýrra leiða.

Þátttakendur fá eintak af bókinni „STYTTRI“ eftir Dr. Alex S. Pang, framtíðarfræðing.

Leiðbeinandi er Sara Lind Guðbergsdóttir, lögfræðingur og þýðandi bókarinnar. Hún er lögfræðingur hjá KMR/FJR og starfar sem sérfræðingur hjá Ríkiskaupum.

Námskeiðið er áætlað í september, nánari dagsetning auglýst fljótlega.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Stytting vinnutímans - nýtt vinnufyrirkomulag starfsfólks í vaktavinnu

Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir 2019-2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma hjá og stytta vinnuvikuna. 

Næst: 23/09/2021

Stytting vinnutímans - nýtt vinnufyrirkomulag starfsfólks í vaktavinnu

Upplýsingar

 • Dagsetning: 23/09/2021 - 23/09/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: Guðrúnartún 1
 • Verð: 11,000 kr.

Lýsing

Reglur um styttingu vinnutímans hjá starfsfólki í vaktavinnu geta virkað flóknar fyrir marga og erfitt að útfæra þær.

Á þessu námskeiði verður farið í helstu ákvæði kjarasamninga sem snerta starfsfólk í vaktavinnu og styttingu vinnutímans, formlegt ferli og útfærslu.

Í þessu námskeiði verður sérstaklega hugað að fyrirkomulagi vaktavinnustaða og hvernig hægt er að útfæra styttingu vinnutímans án þess að skerða þjónustu vinnustaða og ganga á réttindi eða skyldur starfsmanna. 

Leiðbeinandi er Ragnar Ólason, aðstoðarframkv.stjóri Eflingar og sérfræðingur um styttingu vinnutímans.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Lífeyrisréttindi – uppbygging og samspil

Fjallað er lífeyrisréttindi í þremur stoðum lífeyriskerfisins, almannatryggingum, skyldubundnum samtryggingarsjóðum og séreign og rætt um muninn á þessum kerfum og samspil þeirra á milli.

Næst: 28/09/2021

Lífeyrisréttindi – uppbygging og samspil

Upplýsingar

 • Dagsetning: 28/09/2021 - 28/09/2021
 • Tími: 15:00 - 18:00
 • Staður: Guðrúnartún 1
 • Verð: 34,000 kr.

Lýsing

Námskeiðið er yfirlitsnámskeið um uppbyggingu lífeyrisréttinda hér á landi.

Fjallað er um lífeyrisréttindi í þremur stoðum lífeyriskerfisins, almannatryggingum, skyldubundnum samtryggingarsjóðum og séreign og rætt um muninn á þessum kerfum og samspil þeirra á milli. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um uppbyggingu réttinda og tryggingarvernd í samtryggingardeildum lífeyrissjóða og rætt um þær áskoranir sem kerfið stendur frammi fyrir á næstu árum.

Leiðbeinandi er Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdarstjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Stytting vinnutímans - nýtt vinnufyrirkomulag hjá starfsfólki í iðngreinum

Farið verður í helstu reglur og útfærslur sem gilda um styttingu vinnutíma hjá starfsfólki í iðngreinum.

Næst: 30/09/2021

Stytting vinnutímans - nýtt vinnufyrirkomulag hjá starfsfólki í iðngreinum

Upplýsingar

 • Dagsetning: 30/09/2021 - 30/09/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: Guðrúnartún 1
 • Verð: 11.000 kr.

Lýsing

Fjallað verður um vinnutímastyttinguna sjálfa, undirbúning, framkvæmd og innleiðingu. Farið verður í helstu ákvæði kjarasamninga iðnaðarmanna um styttingu vinnutímans, virkan vinnutíma og deilitölur. Fjallað verður um gerð vinnustaðasamninga og yfirvinnuálög.

Einnig verða kynnt nokkur sýnidæmi um vinnustaðasamninga sem kennari hefur komið að.

Leiðbeinandi er Benóný Harðarson, sérfræðingur á kjara- og menntasviði VM

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Samningatækni - með áherslu á samninganefndir stéttarfélaga

Í öllum samningaviðræðum gilda ákveðna leikreglur sem fara þarf eftir, sama hvað samið er um. Hér verður farið í helstu atriði sem þarf að hafa í huga í kjarasamningsviðræðum.

Næst: 07/10/2021

Samningatækni - með áherslu á samninganefndir stéttarfélaga

Upplýsingar

 • Dagsetning: 07/10/2021 - 07/10/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: Guðrúnartún 1

Lýsing

Á þessu námskeiði verður farið yfir ferli samningaviðræðna, allt frá undirbúningi til loka samningaferilsins– s.s. undirbúning, upphaf samningafunda, lausn deilumála, heiðarleg vinnubrögð, lesa í aðstæður og leiðir til að ná árangri, ákvarðanir, hvenær er niðurstöðu náð og hvernig komast má hjá átökum samningsaðila o.fl.

Farið er í samningsstöðu aðila, forgangsröðun, tilboðsgerð og svigrúm í samningum.

Markmið námskeiðsins er að þjálfa og undirbúa einstaklinga til þátttöku í samningaviðræðum þannig að þeir öðlist færni í að hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa, taka ákvarðanir sem hópur og virða niðurstöður. 

Dagsetning er birt með fyrirvara - gæti breyst.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir