DAGATAL

Lífeyrisréttindi – uppbygging og samspil

Fjallað er lífeyrisréttindi í þremur stoðum lífeyriskerfisins, almannatryggingum, skyldubundnum samtryggingarsjóðum og séreign og rætt um muninn á þessum kerfum og samspil þeirra á milli.

Næst: 28/10/2021

Lífeyrisréttindi – uppbygging og samspil

Upplýsingar

 • Dagsetning: 28/10/2021 - 28/10/2021
 • Tími: 15:00 - 18:00
 • Staður: Guðrúnartún 1
 • Verð: 34.000 kr.

Lýsing

Námskeiðið er yfirlitsnámskeið um uppbyggingu lífeyrisréttinda hér á landi.

Fjallað er um lífeyrisréttindi í þremur stoðum lífeyriskerfisins, almannatryggingum, skyldubundnum samtryggingarsjóðum og séreign og rætt um muninn á þessum kerfum og samspil þeirra á milli. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um uppbyggingu réttinda og tryggingarvernd í samtryggingardeildum lífeyrissjóða og rætt um þær áskoranir sem kerfið stendur frammi fyrir á næstu árum.

Leiðbeinandi er Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdarstjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

BSRB-Trúnaðarmannanám 3. hluti

Farið er í grunntölur launa og útreikninga á launaliðum. Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Einnig er farið í almannatryggingakerfið og uppbyggingu og hlutverk lífeyrissjóða. 

Næst: 01/11/2021

BSRB-Trúnaðarmannanám 3. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 01/11/2021 - 02/11/2021
 • Tími: 09:00 - 14:30
 • Staður: Fjarkennsla á vefnum

Lýsing

Megináhersla er lögð á grunntölur launaliða og launaútreikninga samkvæmt gildandi kjarasamningum, uppbyggingu launaseðla og mikilvægi þess að varðveita þá. Nemendur leysa verkefni tengdu efninu sem felst í að reikna út mánaðarlaun frá grunni ásamt frádráttarliðum. Nemendur kynnast almannatryggingakerfinu. Réttindi þeim tengdum. Einnig er farið í uppbyggingu lífeyrissjóða og hlutverk þeirra og samspil þessar tveggja kerfa. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Samskipti og liðsheild samninganefnda

Samskipti og samvinna innan hópa og teyma geta oft verið flókin og vandasöm. Á þessu námskeiði/vinnustofu verða kynnt tæki, tól og aðferðir sem geta nýst til að eiga góð samskipti innan hópsins.

Næst: 02/11/2021

Samskipti og liðsheild samninganefnda

Upplýsingar

 • Dagsetning: 02/11/2021 - 02/11/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: Guðrúnartún 1
 • Verð: 21.500 kr.

Lýsing

Námskeið og vinnustofa þar sem unnið verður með samskipti innan samninganefnda og samningsaðila. Kynntar verða aðferðir, tæki og tól sem geta nýst í komandi samningaviðræðum. Skoðað verður hvað einkennir góð teymi og heilbrigða liðsheild og hvernig samskiptasáttmáli getur hjálpað til við það.

Styrkleikar einstaklinga fá sinn sess og eru þátttakendur hvattir til að fara í gegnum eigin styrkleikagreiningu sér að kostnaðarlausu: https://www.strengthsprofile.com/en-GB/Products/Free. Sérstaða þessarar greiningar liggur í því, að hún mælir ekki eingöngu það sem við erum góð í, heldur líka hvað gefur okkur orku.

Leiðbeinandi er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, en hún hefur lokið meistaraprófi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR auk stjórnendaþjálfunar. Hún er auk þess ACC vottaður markþjálfi. Ágústa hefur unnið við mannauðsstjórnun, ráðgjöf í mannauðs- og fræðslumálum auk markþjálfunar frá 2007. Ágústa sinnir einnig sáttamiðlun og kemur að úrlausn ágreiningsmála á vinnustöðum. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Stytting vinnutímans - nýtt fyrirkomulag hjá starfsfólki á opinberum vinnumarkaði

FORYSTUFRÆÐSLA

Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB og annarra stéttarfélaga opinberra starfsmanna 2020 og á að hafa tekið gildi hjá öllum nú.

Næst: 03/11/2021

Stytting vinnutímans - nýtt fyrirkomulag hjá starfsfólki á opinberum vinnumarkaði

Upplýsingar

 • Dagsetning: 03/11/2021 - 03/11/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: BSRB, Grettisgata 89
 • Verð: 11.000 kr.

Lýsing

Þær reglur sem gilda um framkvæmd og útfærslu á styttri vinnutíma hjá opinberum starfsmönnum geta virkað flóknar fyrir marga og erfiðar í framkvæmd.

Á námskeiðinu verður fjallað um fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk á opinberum vinnumarkaði. Fjallað verður um fylgiskjal 1 sem undirritað var við gerð kjarasamninga 2020 og ferli innleiðingar á vinnustöðum sem og ýmis álitaefni sem komið hafa upp í ferlinu. 

Leiðbeinandi er Dagný Aradóttir PInd, lögfræðingur BSRB.

Dagný er einn helsti sérfræðingur í útfærslu á styttingu vinnuvikunnar.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Eining-Iðja-Trúnaðarmannanám 2. hluti

Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla.

Næst: 03/11/2021

Eining-Iðja-Trúnaðarmannanám 2. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 03/11/2021 - 05/11/2021
 • Tími: 09:00 - 16:00
 • Staður: Fundarsalur Einingar-Iðju, Skipagötu 14, Akureyri

Lýsing

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta og mikilvægi varðveislu launaseðla. Nemendur kynnast þeim tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almanntryggingakerfið og uppbygginu og tilgang lífeyrissjóðakerfisins. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna. Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal