Námskeið framundan

Ný námskeið bætast við reglulega – fylgstu með!

Sjálfsefling – 09:00-12:00

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.

Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarnámi. Skráningu lýkur 7. apríl kl. 12:00.

Næst: 08/04/2025

Báran – Verkstæðisnámskeið fyrir trúnaðarmenn

Á námskeiðinu er lögð á hersla á hópavinnu á verkefnum - raundæmum um efni sem koma inn á borð trúnaðarmanna ásamt fleiri verkefnum. Einnig verður farið í útreikning á veikindarétti og starfshlutfalli.

Kennsla fer fram í staðnámi.

Næst: 09/04/2025

Eyjafjörður – Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfs trúnaðarmannasins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum.

Hvert sé hlutverk hans og starfssvið. 

Farið er í heimild til kosninga og hvernig hún fer fram. 

Námskeiðið fer fram í staðnámi.

Næst: 10/04/2025

Að koma máli sínu á framfæri

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirbúning framsögu og umræðu á vinnustaða- og félagsfundum.  Farið er í helstu atriði sem hafa þarf í huga til að fá áheyrn og að mál okkar komi skýrt og greinilega fram.

Skráningu lýkur 14. apríl kl. 12:00.

Næst: 15/04/2025

Almannatryggingar og lífeyrissjóðir

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Á námskeiðinu er farið í uppbyggingu og tilurð almanntryggingakerfisins. Einnig er farið yfir hugmyndafræði og styrk íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Fjallað er um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins.

Skráningu lýkur 21. apríl kl. 12:00

Næst: 22/04/2025

Sjálfsefling – 13:00-16:00

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.

Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarnámi. Skráningu lýkur 28. apríl kl. 12:00.

Næst: 29/04/2025

Uppsagnir og uppsagnarfrestur – vefnám

Námskeiðið er vefnám sem hægt er að taka hvenær sem hentar.

Á námskeiðinu er farið í form uppsagna. Hvenær má segja upp og hvenær ekki.

Ritun uppsagnarbréfs og afhending ásamt lengd uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningum.

Skráningu lýkur 30. apríl kl. 12:00.

Næst: 01/05/2025

Túlkun talna og hagfræði

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinnar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök.

Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt.

Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga.

Skráningu lýkur 5. maí kl. 12:00

Næst: 06/05/2025

Hvíldartímaákvæði vinnuréttar

Farið er í grunnþætti Vinnutímatilskipunar EES - hvíldartímaákvæðið sem hefur verið bundið í kjarasamninga frá 1996/1997 og síðar í kafla IX í lögum nr. 46 um Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980.Sérstök áhersla er lögð á samspil vinnutíma og hvíldartíma þegar vinna er skipulögð. Einnig þegar hvíld er frestað og hvernig frítökuréttur ávinnst. 

Leiðbeinandi er Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ.

Skráningu lýkur 6. maí kl. 12:00.

Næst: 07/05/2025

Eyjafjörður – Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Kynnt er starfsemi stéttarfélagsins, kynntir eru sjóðir félagsins og réttindi félagsmanna í þeim. 

Einnig er farið í helstu atriði gildandi kjarasamninga og hverjar áherslur félagsins eru. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 


Næst: 09/05/2025

Vinnueftirlit – vinnuvernd

Upplýsingar Dagsetning: 13/05/2025 – 13/05/2025 Tími: 09:00 – 12:00 Staður: Kennsla fer fram í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom Verð: 8900 ISK Lýsing Skráning Ábyrgðaraðili Sigurlaug Gröndal
Næst: 13/05/2025

Eyjafjörður – Lestur launaseðla og launaútreikningar

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningu launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 


Næst: 14/05/2025