Námskeið framundan

Ný námskeið bætast við reglulega – fylgstu með!

Sjálfsefling – 13:00-16:00

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.

Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarnámi. Skráningu lýkur 28. apríl kl. 12:00.

Næst: 29/04/2025

Uppsagnir og uppsagnarfrestur – vefnám

Námskeiðið er vefnám sem hægt er að taka hvenær sem hentar.

Á námskeiðinu er farið í form uppsagna. Hvenær má segja upp og hvenær ekki.

Ritun uppsagnarbréfs og afhending ásamt lengd uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningum.

Skráningu lýkur 30. apríl kl. 12:00.

Næst: 01/05/2025

Túlkun talna og hagfræði

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinnar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök.

Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt.

Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga.

Skráningu lýkur 5. maí kl. 12:00

Næst: 06/05/2025

Hvíldartímaákvæði vinnuréttar

Farið er í grunnþætti Vinnutímatilskipunar EES - hvíldartímaákvæðið sem hefur verið bundið í kjarasamninga frá 1996/1997 og síðar í kafla IX í lögum nr. 46 um Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980.Sérstök áhersla er lögð á samspil vinnutíma og hvíldartíma þegar vinna er skipulögð. Einnig þegar hvíld er frestað og hvernig frítökuréttur ávinnst. 

Leiðbeinandi er Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ.

Skráningu lýkur 6. maí kl. 12:00.

Næst: 07/05/2025

Fæðingarlorlofssjóður – fæðingar-og foreldraorlof

Á þessu örnámskeiði verður farið í lög um fæðingar-og foreldraorlof og túlkun á einstökum ákvæðum þess.

Farið er í réttindi foreldra og ýmis atriði sem tengjast frávikum.

Námskeiðið er ætla trúnaðarmönnum, starfsmönnum stéttarfélag og þeim sem áhuga hafa á efninu.

Námskeiðið er gjaldfrítt en nauðsynlegt er að skrá sig til að fá aðgang að því.

Kennsla fer fram í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom.

Skráningu lýkur 7. maí kl. 13:00

Næst: 08/05/2025

Eyjafjörður – Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Kynnt er starfsemi stéttarfélagsins, kynntir eru sjóðir félagsins og réttindi félagsmanna í þeim. 

Einnig er farið í helstu atriði gildandi kjarasamninga og hverjar áherslur félagsins eru. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 


Næst: 09/05/2025

Vinnueftirlit – vinnuvernd

Upplýsingar Dagsetning: 13/05/2025 – 13/05/2025 Tími: 09:00 – 12:00 Staður: Kennsla fer fram í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom Verð: 8900 ISK Lýsing Skráning Ábyrgðaraðili Sigurlaug Gröndal
Næst: 13/05/2025

Eyjafjörður – Lestur launaseðla og launaútreikningar

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningu launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 


Næst: 14/05/2025

Atvinnuleysistryggingasjóður

Farið er í helstu atriði laga um Atvinnuleysistryggingasjóð.

Hver eru skilyrði fyrir atvinnuleysistryggingum launamanna, umsóknir, ferli og ávinnslutímabil.

Skoðaður er réttur út frá mismunandi aðstæðum launamanna s.s. vegna fæðingarorlofs, minnkað starfshlutfall og fleira.

Leiðbeinandi er Halldór Odsson, lögfræðingur hjá ASÍ.

Námskeiðið er gjaldfrítt, en nauðsynlegt er að skrá sig til að fá aðgang að námskeiðinu og námsefninu.

Skráningu lýkur 14. maí kl. 13:00.

Næst: 15/05/2025

Undirbúingsnámskeið vegna hæfismats FME – Vor 2025

Námskeiðið er ætlað tilvonandi og núverandi stjórnarmönnum í lífeyrissjóðum til undirbúnings fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að undirbúa stjórnarmenn í lífeyrissjóðum undir þá þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna sem FME hefur tekið mið af í mati sínu. 

Næst: 20/05/2025

Ábyrðasjóður launa

Á þessu námskeiði verður farið í hlutverk og starfsemi Ábyrgðarsjóðs launa.

Farið er í hvaða kröfur hann ábyrgist og hvert ferli krafna er.

Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum, starfsmönnum stéttarfélaga og þeim sem áhuga hafa af efninu.

Námskeiðið er gjaldfrítt en nauðsynlegt er að skrá sig til að hafa aðgang að því og námsefninu.

Kennsla fer fram á vefnum í gegnum Zoom.

Skráningu lýkur 21. maí kl. 13.00

Næst: 22/05/2025