Námskeið framundan

Ný námskeið bætast við reglulega – fylgstu með!

Vlf. Snæfellinga – Trúnaðarmannanám 4. hluti

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá. Farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hagfræðin er að nýtt meðal annars við gerð kjarasamninga.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður og vinnuréttur er uppbyggður.

Námskeiðið fer fram í staðnámi.

Næst: 26/03/2025

Veikinda- og slysaréttur – vefnám

Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem hentar.

Á námskeiðinu er farið í rétt launafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum. Einnig er farið í vinnslu og töku og ýmis ákvæði er varða annars vegar veikindarétt og hins vegar slysarétt.

Námskeiðið er opið fyrir trúnaðarmenn allra stéttarfélaga og aðra áhugasama og er opið nemendum frá kl. 09:00 þann 1. apríl til 30. apríl kl. 16:00.

Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00

Næst: 01/04/2025

Mąż zaufania, jego rola i stanowisko – kurs online w języku polskim

Kurs jest częścią obowiązującego programu szkoleniowego.

Omówiona zostanie rola męża zaufania zgodnie z przepisami prawa oraz układami zbiorowymi, a także jego prawa i obowiązki.

Kurs jest otwarty dla wszystkich mężów zaufania reprezentujących związki zawodowe oraz innych zainteresowanych tematem.

Jest to kurs online, który można odbyć w dowolnym momencie w okresie od 1 do 30 kwietnia 2025 r.

Rejestracja kończy się 31 marca o godzinie 12:00.

Næst: 01/04/2025

Vinnuréttur

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á vinnurétt starfsmanna sem vinna hjá hinu opinbera og hvernig þau styðja kjarasamninga. Einnig er farið í hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. 

Farið er í réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði. 

Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00.

Leiðbeinandi: Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá BSRB

Næst: 01/04/2025

Afl- Trúnaðarmannanám – sérútgáfa

Farið verður í verklegar æfingar með raundæmum og hópavinnu.

Lífeyrissjóðurinn Stapi verður með fræðslu um réttindi sjóðfélaga og ávinnslu réttinda.

Einnig verður farið í ákvæði kjarasamninga um fyrirtækjaþátt kjarasamninga og vinnutímastyttingu.

Kennsla fer fram í staðnámi.

Næst: 03/04/2025

Sjálfsefling – 09:00-12:00

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.

Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarnámi. Skráningu lýkur 7. apríl kl. 12:00.

Næst: 08/04/2025

Báran – Verkstæðisnámskeið fyrir trúnaðarmenn

Á námskeiðinu er lögð á hersla á hópavinnu á verkefnum - raundæmum um efni sem koma inn á borð trúnaðarmanna ásamt fleiri verkefnum. Einnig verður farið í útreikning á veikindarétti og starfshlutfalli.

Kennsla fer fram í staðnámi.

Næst: 09/04/2025

Eyjafjörður – Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfs trúnaðarmannasins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum.

Hvert sé hlutverk hans og starfssvið. 

Farið er í heimild til kosninga og hvernig hún fer fram. 

Námskeiðið fer fram í staðnámi.

Næst: 10/04/2025

Að koma máli sínu á framfæri

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirbúning framsögu og umræðu á vinnustaða- og félagsfundum.  Farið er í helstu atriði sem hafa þarf í huga til að fá áheyrn og að mál okkar komi skýrt og greinilega fram.

Skráningu lýkur 14. apríl kl. 12:00.

Næst: 15/04/2025

Almannatryggingar og lífeyrissjóðir

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Á námskeiðinu er farið í uppbyggingu og tilurð almanntryggingakerfisins. Einnig er farið yfir hugmyndafræði og styrk íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Fjallað er um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins.

Skráningu lýkur 21. apríl kl. 12:00

Næst: 22/04/2025

Sjálfsefling – 13:00-16:00

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.

Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og eflt í daglegu lífi.

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarnámi. Skráningu lýkur 28. apríl kl. 12:00.

Næst: 29/04/2025

Uppsagnir og uppsagnarfrestur – vefnám

Námskeiðið er vefnám sem hægt er að taka hvenær sem hentar.

Á námskeiðinu er farið í form uppsagna. Hvenær má segja upp og hvenær ekki.

Ritun uppsagnarbréfs og afhending ásamt lengd uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningum.

Skráningu lýkur 30. apríl kl. 12:00.

Næst: 01/05/2025

Túlkun talna og hagfræði

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinnar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök.

Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt.

Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga.

Skráningu lýkur 5. maí kl. 12:00

Næst: 06/05/2025

Hvíldartímaákvæði vinnuréttar

Farið er í grunnþætti Vinnutímatilskipunar EES - hvíldartímaákvæðið sem hefur verið bundið í kjarasamninga frá 1996/1997 og síðar í kafla IX í lögum nr. 46 um Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980.Sérstök áhersla er lögð á samspil vinnutíma og hvíldartíma þegar vinna er skipulögð. Einnig þegar hvíld er frestað og hvernig frítökuréttur ávinnst. 

Leiðbeinandi er Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ.

Skráningu lýkur 6. maí kl. 12:00.

Næst: 07/05/2025

Eyjafjörður – Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Kynnt er starfsemi stéttarfélagsins, kynntir eru sjóðir félagsins og réttindi félagsmanna í þeim. 

Einnig er farið í helstu atriði gildandi kjarasamninga og hverjar áherslur félagsins eru. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 


Næst: 09/05/2025

Vinnueftirlit – vinnuvernd

Upplýsingar Dagsetning: 13/05/2025 – 13/05/2025 Tími: 09:00 – 12:00 Staður: Kennsla fer fram í fjarnámi á vefnum í gegnum Zoom Verð: 8900 ISK Lýsing Skráning Ábyrgðaraðili Sigurlaug Gröndal
Næst: 13/05/2025

Eyjafjörður – Lestur launaseðla og launaútreikningar

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningu launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 


Næst: 14/05/2025