Námskeið framundan
Ný námskeið bætast við reglulega – fylgstu með!
Afl-Trúnaðarmannanám 1. hluti – staðnám
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá. Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki og samskipti á vinnustað, hvað veldur slæmum samskiptum og hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Lestur launaseðla – fjarnám
Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningum launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins.
Kennsla fer fram á vefnum í gegnum Zoom.
Skráningu lýkur 20. október kl. 12:00.
Báran-Samskipti á vinnustað – staðnám
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.
Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. Hvernig megi stuðla að góðum samskiptum og skoðaðir eru algengustu þættir sem valda samskiptaerfiðleikum á vinnustað.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Vinnueftirlit-vinnuvernd-Fjarnám
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.
Lögð er áhersla á lög um nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hvaða skyldur leggja þau á atvinnurekendur. Farið er kosningu öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hlutverk þeirra á vinnustað.
Skráningu lýkur 27. október kl. 12:00.
2F Fagfélögin – Trúnaðarmannanám 6. hluti
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá Trúnaðarmannanámsins.
Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga
Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirbúning framsögu og umræðu á vinnustaða- og félagsfundum.
Kennsla fer fram í staðnámi.
Mąż zaufania, jego rola i stanowisko – kurs online w języku polskim
Kurs jest częścią obowiązującego programu szkoleniowego.
Omówiona zostanie rola męża zaufania zgodnie z przepisami prawa oraz układami zbiorowymi, a także jego prawa i obowiązki.
Kurs jest otwarty dla wszystkich mężów zaufania reprezentujących związki zawodowe oraz innych zainteresowanych tematem.
Jest to kurs online, który można odbyć w dowolnym momencie w okresie od 1. do 30. listopada 2025 r.
Rejestracja kończy się 31. października o godzinie 12:00
Túlkun talna og hagfræði-Fjarnám
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinnar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök.
Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt.
Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga.
Skráningu lýkur 3. nóvember kl. 12:00
BSRB-Vinnuréttur
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á vinnurétt starfsmanna sem vinna hjá hinu opinbera og hvernig þau styðja kjarasamninga. Einnig er farið í hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður.
Farið er í réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði.
Skráningu lýkur 4. nóvember kl. 12:00.
Leiðbeinandi: Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá BSRB
Vlf. Snæfellinga – Trúnaðarmannanám 5. hluti
Á námskeiðinu verður kynning á Vinnueftirlitinu og mikilvægi vinnuverndar og ábyrgð atvinnurekenda í vinnuvernd, öryggi og hollustuháttum á vinnustað.
Á námskeiðinu verður meðal farið í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraustið.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Hlíf-Trúnaðarmannanám 3. hluti – staðnám
Nemendur kynnast þeim tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almanntryggingar og lífeyrissjóðakerfið.
Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og kynnast grunnuppbyggingu launaseðla.
Námið fer fram í staðnámi.
Að koma máli sínu á framfæri – fjarnám
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirbúning framsögu og umræðu á vinnustaða- og félagsfundum. Farið er í helstu atriði sem hafa þarf í huga til að fá áheyrn og að mál okkar komi skýrt og greinilega fram.
Skráningu lýkur 10. nóvember kl. 12:00.
Báran-Lestur launaseðla og launaútreikningar – staðnám
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningum launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Samningatækni-Fjarnám
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga.
Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag.
Skráningu lýkur 17. nóvember kl. 12:00
BSRB – Sjálfsefling
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust okkar og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar í daglegu lífi.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 11. nóvember kl. 16:00
Hlíf-Trúnaðarmannanám 1. hluti – staðnám
Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er.
Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvernig hann vinnur úr umkvörtunum.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Almanntryggingar og lífeyrissjóðir – fjarnám
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Á námskeiðinu er farið í uppbyggingu og tilurð almanntryggingakerfisins. Einnig er farið yfir hugmyndafræði og styrk íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Fjallað er um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins.
Skráningu lýkur 24. nóvember kl. 12:00