Gleðilegt nýtt ár
NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN
Úrval námskeiða kemur inn í byrjun janúar!
Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfs trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvert sé hlutverk hans og starfssvið.
Farið er í heimild til kosninga og hvernig hún fer fram.
Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarnámi. Skráningu lýkur 13. janúar kl. 12.00.
Vinnustaðafundir
Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og er til fræðslu um skipulag og framkvæmd vinnustaðafunda.
Námskeiðið er gjaldfrítt.
Námskeiðið er opið nemendum 15. janúar -14. febrúar 2025.
Skráning stendur yfir frá 30. desember 2024 kl. 15:00 til miðnættis 14. janúar 2025
Veikinda-og slysaréttur
Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem hentar.
Á námskeiðinu er farið í rétt launafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum. Einnig er farið í ávinnslu og töku og ýmis ákvæði er varða annars vegar veikindarétt og hins vegar slysarétt.
Námskeiðið er opið fyrir trúnaðarmenn allra stéttarfélaga og aðra áhugasama og er opið nemendum frá 15. janúar kl. 09:00 til 14. febrúar kl. 16:00.
Skráningu lýkur 14. janúar að miðnætti.
Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarnámi á vefnum.
Á námskeiðinu er meðal annars farið í uppbyggingu vinnumarkaðarins, uppbyggingu stéttarfélaga og starfsemi þeirra ásamt hlutverki heildarsamtaka launafólks og uppbyggingu þeirra. Skoðað er lýðræði frá mismunandi sjónarhornum.
Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarnámi. Skráningu lýkur 20. janúar kl. 12:00.
Sameyki – Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Kynnt er starfsemi stéttarfélagsins, kynntir eru sjóðir félagsins og réttindi félagsmanna í þeim.
Einnig er farið í helstu atriði gildandi kjarasamninga og hverjar áherslur félagsins eru.
Námskeiðið er kennt í staðnámi.
Skráningu lýkur 24. janúar kl. 16:00
Handbók trúnaðarmannsins
HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA
EINELTI Á VINNUSTAÐ
VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ? ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?
FÉLAGSMÁLASKÓLINN
Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.