Þekking í þágu launafólks

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN

Eyjafjörður – Að koma máli sínu á framfæri

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Í þessum þætti er farið í þau atriði sem hafa ber í huga til að ná áheyrn á fundum, t.d. starfsmannafundum, félagsfundum. 

Nemendur fá góð ráð þegar staðið er í ræðupúlti, bæði hvað varðar framkomu og einnig framsögn. 

Kennt verður í staðnámi. 


Næst: 02/05/2024

Eyjafjörður – Samningatækni

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga. 

Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag. 

Námskeiðið er kennt í fjarnámi á vefnum.

Næst: 03/05/2024

Handbók trúnaðarmannsins

HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA

EINELTI Á VINNUSTAÐ

VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ?  ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.