Trúnaðarmannanámskeið stéttarfélaga
Námskeiðin eru aðeins ætluð trúnaðarmönnum viðkomandi stéttarfélaga!
Hlíf-Trúnaðarmannanám 1. hluti
Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er.
Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvernig hann vinnur úr umkvörtunum.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Hlíf-Trúnaðarmannanám 2. hluti
Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra. Farið er í mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og orsök og afleiðingar eineltis.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
BSRB – Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfs trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum.
Hvert sé hlutverk hans og starfssvið.
Farið er í heimild til kosninga og hvernig hún fer fram.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Skráningu lýkur 4. mars kl. 16:00
Samiðn-Trúnaðarmannanámskeið 6. hluti
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá Trúnaðarmannanámsins.
Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga
Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirbúning framsögu og umræðu á vinnustaða- og félagsfundum.
Kennsla fer fram í staðnámi.
Framsýn – Trúnaðarmannanámskeið 6. hluti
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga. Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum.
Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinnar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök. Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt.
Eyjafjörður – Samskipti á vinnustað
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað.
Hvernig megi stuðla að góðum samskiptum og skoðaðir eru algengustu þættir sem valda samskiptaörðugleikum á vinnustað.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Vlf. Snæfellinga – Trúnaðarmannanám 4. hluti
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá. Farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hagfræðin er að nýtt meðal annars við gerð kjarasamninga.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður og vinnuréttur er uppbyggður.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Vinnuréttur
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á vinnurétt starfsmanna sem vinna hjá hinu opinbera og hvernig þau styðja kjarasamninga. Einnig er farið í hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður.
Farið er í réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði.
Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00.
Leiðbeinandi: Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá BSRB
Afl- Trúnaðarmannanám – sérútgáfa
Farið verður í verklegar æfingar með raundæmum og hópavinnu.
Lífeyrissjóðurinn Stapi verður með fræðslu um réttindi sjóðfélaga og ávinnslu réttinda.
Einnig verður farið í ákvæði kjarasamninga um fyrirtækjaþátt kjarasamninga og vinnutímastyttingu.
Kennsla fer fram í staðnámi.
Báran – Verkstæðisnámskeið fyrir trúnaðarmenn
Á námskeiðinu er lögð á hersla á hópavinnu á verkefnum - raundæmum um efni sem koma inn á borð trúnaðarmanna ásamt fleiri verkefnum. Einnig verður farið í útreikning á veikindarétti og starfshlutfalli.
Kennsla fer fram í staðnámi.
Eyjafjörður – Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfs trúnaðarmannasins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum.
Hvert sé hlutverk hans og starfssvið.
Farið er í heimild til kosninga og hvernig hún fer fram.
Námskeiðið fer fram í staðnámi.
Eyjafjörður – Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir
Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Kynnt er starfsemi stéttarfélagsins, kynntir eru sjóðir félagsins og réttindi félagsmanna í þeim.
Einnig er farið í helstu atriði gildandi kjarasamninga og hverjar áherslur félagsins eru.
Námskeiðið er kennt í staðnámi.
Eyjafjörður – Lestur launaseðla og launaútreikningar
Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla, útreikningu launaliða og helstu deilitölur í launaútreikningum samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins.
Námskeiðið er kennt í staðnámi.