TRÚNAÐARMENN

Nám og starf trúnaðarmanna

Félagsmálaskólinn sinnir viðamiklu hlutverki í fræðslu trúnaðarmanna. Öll fræðslan byggir á námskrá þar sem tilteknir námsþættir eru ákvarðaðir útfrá þörfum hópsins.

Stéttarfélög eru hvött til þess að sinna reglulegri fræðslu trúnaðarmanna og geta þau óskað eftir fræðslu fyrir sitt fólk með því að hafa samband á felagsmalaskoli@felagsmalaskoli.is eða í síma 535-5600. Námskeiðin eru sett upp í samvinnu við hvert félag, með þeim hætti sem hentar hverju sinni.

Að auki býður Félagsmálaskólinn upp á fjölmörg námskeið sem eru opin öllum trúnaðarmönnum, starfsfólki og stjórnum stéttarfélaga.

Fyrirkomulag námskeiða

Staðnámskeið: Kennsla fer fram í sal þar sem þátttakendur og kennarar mæta á ákveðnum tíma. Kennari flytur erindi, er með glærur og önnur gögn sem deilt er með þátttakendum. Umræður, verkefnavinnu og hópastarfi.

Blönduð námskeið: Kennsla fara fram í sal og á fjarfundi (Zoom) á sama tíma. Kennari er í salen þátttakendur geta valið hvort þeir mæta á staðinn eða taka þátt í gegnum fjarfundabúnað. Kennari flytur erindi, er með glærur og önnur gögn sem deilt er með þátttakendum. Möguleiki á umræðum, verkefnavinnu og hópastarfi.

Fjarnámskeið: Kennsla er á ákveðnum tíma þar sem nemendur og kennari skrá sig inn á fjarfund (Zoom). Kennari flytur erindi, er með glærur og önnur gögn sem deilt er með þátttakendum. Möguleiki á umræðum, verkefnavinnu og hópastarfi. Kennsla er í raun hefðbundin að öðru leyti en því að hún fer fram í fjarfundi.

Vefnámskeið: Námskeið aðgengilegt í LearnCove vefumhverfinu. Þátttakandi skráir sig og hefur aðgang að námsgögnum og kennsluefni í rafrænu umhverfi/LearnCove. Horft er á myndbönd, texti lesinn, gagnvirk verkefni unnin allt á þeim tíma sem viðkomandi hentar best. Gagnvirkni í kerfinu tryggir að einum námsþætti sé lokið áður en farið er í þann næsta. Þátttakendur hafa aðgang að leiðbeinanda í gegnum síma og tölvupóst. Almennt er miðað að því þátttakendur ljúki námskeiði innan við 30 dögum frá skráningu.

Námskrá trúnaðarmanna

Námskrá trúnaðarmanna, sem er vottuð af Menntamálastofnun, lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 11 námsþætti. Námið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga á vinnustöðum. Tilgangur námsins er að auðvelda trúnaðarmönnum að takast á við verkefni sem þeim eru falin, að þeir efli sjálfstraust sitt og lífsleikni auk þess að námið stuðli að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. 

Handbók trúnaðarmannsins

Í Handbók trúnaðarmannsins er fjallað um hlutverk, réttindi og skyldur trúnaðarmanna, en þeim ber að gæta þess að kjarasamningar séu haldnir af atvinnurekanda og ekki sé gengið á félagslegan- og borgaralegan rétt starfsmanna.