TRÚNAÐARMENN
Nám og starf trúnaðarmanna
Félagsmálaskólinn sinnir viðamiklu hlutverki í fræðslu trúnaðarmanna. Öll fræðslan byggir á námskrá þar sem tilteknir námsþættir eru ákvarðaðir útfrá þörfum hópsins. Öll stéttarfélög geta óskað eftir trúnaðarmannafræðslu fyrir sitt fólk.
Námskrá trúnaðarmanna
Námskrá trúnaðarmanna, sem er vottuð af Menntamálastofnun, lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 11 námsþætti. Námið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga á vinnustöðum. Tilgangur námsins er að auðvelda trúnaðarmönnum að takast á við verkefni sem þeim eru falin, að þeir efli sjálfstraust sitt og lífsleikni auk þess að námið stuðli að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms.
Handbók trúnaðarmannsins
Í Handbók trúnaðarmannsins er fjallað um hlutverk, réttindi og skyldur trúnaðarmanna, en þeim ber að gæta þess að kjarasamningar séu haldnir af atvinnurekanda og ekki sé gengið á félagslegan- og borgaralegan rétt starfsmanna.