Við hvetjum alla til að prófa Stafrænt hæfnihjól sem VR lét í loftið nú nýverið.
Hæfnihjólið hjálpar fólki að kortleggja stafræna hæfni sína í síbreytilegum heim þar sem kröfur á vinnumarkaði þróast hratt. Markmið verkefnisins var að hjálpa félagsmönnum VR að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. Hjólið er þó opið öllum og allir landsmenn njóta góðs af.
Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Lögð er áhersla á að stafræn hæfni snýst frekar um kunnáttu til að beita þekkingu og færni á réttan hátt en að kunna mjög vel á tölvur.
Í niðurstöðum geta svarendur svo borið sig saman við aðra sem starfa í sömu eða svipaðri starfsgrein.
Stafræna hæfnihjólið er sjálfsmatspróf sem tekur einstakling um 12-15 mínútur að þreyta.
Smelltu hér til að sjá hvar þú stendur.
Hjólið byggir á módeli um stafræna hæfni sem gefið er út af Evrópusambandinu og er stuðst við danskan gagnagrunn við úrlausnir.