Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnar 20 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum verður boðið til afmælisfundar í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL.
Á fundinum verða Fagbréf atvinnulífsins, sem FA hefur þróað í samstarfi við hagsmunaaðila, kynnt til leiks. Rýnt verður í bréfin og ávinninginn af því ferli sem liggur að baki. Þórhildur Þórhallsdóttir, starfsmannastjóri Sláturfélags Suðurlands og Olga Mörk Valsdóttir, verksmiðjustjóri SS munu lýsa reynslu félagsins af ferlinu, og rýnt í framtíðina. Einnig mun Ingegerd Green, ráðgjafi og sérfræðingur á svipi stefnumótunar og færniþróunar í atvinnulífinu hjá SKTC (Raunfærnimat í sænskum iðnaði), lýsa hvernig þróun raunfærnimatskerfis, færniþróunar og færnimarkþjálfunar hefur verið þar í landi.
Umræður fara svo fram í pallborði með fulltrúum samtaka atvinnurekenda og samtaka verkalýðsfélaga þar sem ávinningur og áskoranir verða ræddar.
Fundurinn fer fram í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 1. nóvember, kl. 11-13. Boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir fólk sem mætir á staðinn. Fundinum verður einnig streymt.
Nánari upplýsingar má finna hér á vef FA.