Styrkir vegna verkefna sem varða íslenskan vinnumarkað, launafólk og verkalýðshreyfinguna.

by | 21. mar, 2023 | Almennar fréttir

Við vekjum athylgi á því að Minningarsjóður Eðvarðs hefur nú auglýst eftir styrkjum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Félagsmálaskólinn hvetur alla sem erindi eiga til þess að sækja um. 

Hámarksfjárhæð einstakra styrkja er 1 milljón króna. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl en úthlutað er úr sjóðnum 1. maí ár hvert.

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands.

Nánari uppýsingar um minningarsjóðinn og eyðublað til umsóknar má finna hér.