Verkalýðsskólinn, sem nú er haldinn í annað sinn, er þriggja daga námskeið sem haldið verður á Bifröst dagana 11.-13. maí 2023. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á framsögn og örugga tjáningu, sögu verkalýðshreyfingarinnar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, kjarasamninga, fundarstjórn og samningatækni.
Verkalýðsskólinn er opinn öllum en sérstaklega sniðinn að þeim sem hafa áhuga á kjarabaráttu og störfum verkalýðsfélaga, s.s. trúnaðarmönnum, starfsfólki stéttarfélaga og þeim sem koma að kjaraviðræðum.
Við hvetjum þátttakendur til að kanna rétt sinn á styrk úr sínum fræðslusjóði.
Námskeiðið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst og Alþýðusambands Íslands. Allar nánari upplýsingar og skráning eru hér á vef Bifrastar.