Hæfnirammi um íslenska menntun

Hæfniramminn uppfærður með dæmum um námslok

by | 30. ágú, 2021 | Almennar fréttir

Menntamálaráðuneytið hefur birt uppfærða mynd af hæfniramma um íslenska menntun. Dæmum um námslok við hvert þrep hefur nú verið bætt inn en það gerir rammann mun aðgengilegri fyrir almenning.

Íslenski hæfniramminn telur sjö þrep sem endurspegla auknar hæfnikröfur fyrir þekkingu, leikni og hæfni, frá grunnskóla- að doktorsprófi. Tveimur þrepanna, 5 og 6, er skipt upp í tvennt, til þess að draga fram eðlismun námsloka innan þeirra.

Megintilgangur rammans er að auka gagnsæi innan íslensks menntakerfis. Rammanum, sem er byggður á evrópska hæfnirammanum um menntun, er þó einnig ætlað að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa, í þeim tilgangi að einstaklingar fái viðurkennda menntun og starfsréttindi milli landa.

Íslenski hæfniramminn byggir á Evrópska hæfnirammanum um menntun sem er 8 þrep og er honum einnig ætlað að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa, í þeim tilgangi að einstaklingar fái viðurkennda menntun og starfsréttindi milli landa.

Hér má nálgast hæfnirammann á íslensku og ensku (pdf).