Við hvetjum alla trúnaðarmenn til að kynna sér vel þær reglur sem gilda um réttindi launafólks í því ástandi sem nú ríki vegna útbreiðslu COVID-19. Þá erum við helst að vísa í nýjar reglur varðandi atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli og réttindi launafólks í sóttkví. Líkt og greint hefur verið frá voru í síðustu viku sett lög um atvinnuleysistryggingar á minnkuðu starfshlutfalli og gilda lögin afturvirkt frá 15. mars.
Vinnumálastofnun hefur nú opnað fyrir umsóknir um hlutabætur og má nálgast mjög greinagóðar upplýsingar á vefnum hjá þeim.
Þá má einnig finna upplýsingar um réttindi launafólks vegna COVID-19 faraldursins á vef bæði ASÍ og BSRB.
Á vef landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, covid.is, er svo að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast faraldrinum, t.d. upplýsingar um hvernig skal haga sér í sóttkví og samkomubanni, hvernig forðast má smit og fleira.